Náttúruvernd 17. desember 2008 06:00 Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjanaframkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhversstaðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið til við virkjanaframkvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýtingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjanaframkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhversstaðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið til við virkjanaframkvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýtingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar