Launin þín eru nú til sýnis 31. júlí 2007 07:30 Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun