Skoðun

Bar kappið KSÍ ofur­liði?

Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað.

Skoðun

Efla þarf náms­tæki­færi full­orðinna

Hólmfríður Árnadóttir,Helga Tryggvadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa

Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins.

Skoðun

Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum.

Skoðun

Hvort ætlar þú að standa með þolendum eða gerendum?

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Ýmiss konar ofbeldi hefur verið fyrirferðarmikið í samfélagsumræðunni síðustu mánuði. Það er þó ein tegund ofbeldis sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli, að minnsta kosti ekki frá yfirvöldum og frambjóðendum til Alþingis, en það er vanræksla barna í skólakerfinu.

Skoðun

Fólkið fyrst, svo kerfið

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár!

Skoðun

Mannréttindi fyrir dósir

Andrés Ingi Jónsson skrifar

„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart.

Skoðun

Græn orkubylting í landi tækifæranna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar

Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli.

Skoðun

Heil­brigði og hús­næði um allt land

Drífa Snædal skrifar

Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar.

Skoðun

Í um­hverfis­málum koma lausnirnar frá hægri

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri.

Skoðun

Öflugri heil­brigðis­þjónusta á Suður­nesjum

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisumdæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslustöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé í boði í umdæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins.

Skoðun

SELMA, sér­hæft öldrunar­teymi í heima­þjónustu

Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar

Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans.

Skoðun

Hálf flugvél er ekki nóg

Benjamín Julian,Elínborg Harpa Önundardóttir,Sema Erla Serdar og Eyrún Ólöf Sigurðardóttir skrifa

Á síðustu árum hafa meira en hundrað manns flutt hingað frá Afganistan eða úr flóttamannabyggðum umhverfis landið. Það hefur lengi verið erfitt að búa þar, nú er það orðið stórhættulegt. Það er því eðlilegt að íslenskir Afganar vilji fá fjölskyldur sínar hingað, og að Afganar í hælisferli hér óttist að vera sendir þangað.

Skoðun

Tómar hillur verslana í Bret­landi

Jón Frímann Jónsson skrifar

Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika.

Skoðun

Morgun­kaffi þing­fram­bjóðanda

Hilda Jana Gísladóttir skrifar

Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna.

Skoðun

Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara?

Brynjar Níelsson skrifar

Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti.

Skoðun

Sjálf­ráð eða svipt

Lind Draumland skrifar

Einn af afkomendum mínum var greindur með alvarlegan geðsjúkdóm um sautján ára aldur. Það var mikið áfall en fjölskyldan sameinaðist og reyndi að gera allt það rétta, standa með læknum og stofnunum og meðtaka allt saman.

Skoðun

Hvað er mikil­vægt; bankar eða gamalt fólk?

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri.

Skoðun

Lán fyrir á­hættu­fíkla eða venju­legt fólk

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir.

Skoðun

Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni)

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar

Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II.

Skoðun

Við kjörnir full­trúar vitum ekki allt best

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera.

Skoðun

Til hvers að kjósa?

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“

Skoðun

Tvöfalt kerfi í tvöföldu kerfi

Ómar Torfason skrifar

Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður.

Skoðun

Það er þetta með mannúðina

Árni Múli Jónasson skrifar

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir:„Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd.“

Skoðun