Þegar að Diljá Mist reyndi að réttlæta stríðsglæp Ingólfur Shahin skrifar 15. október 2023 06:00 Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun