Ísrael

Fréttamynd

Ísraelar sam­þykkja friðar­á­ætlun Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“

Erlent
Fréttamynd

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið
Fréttamynd

Yfir­gáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína

Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki munu leyfa Ísrael að inn­lima Vesturbakkann

„Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“

Erlent
Fréttamynd

Hélt ræðu gráti nær

Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Björk neitar Ísraelum um tón­list sína

Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Kanada, Bret­land og Ástralía viður­kenna Palestínu

Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir.

Erlent
Fréttamynd

Búast við því að Bretar viður­kenni sjálf­stæði Palestínu í dag

Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Opna tíma­bundna flótta­leið

Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins.

Erlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðar­morð“

Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt að Ís­land sé ekki griða­staður stríðsglæpamanna

Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu

Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama.

Lífið
Fréttamynd

Banda­ríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrir­ætlanir Ís­raels­stjórnar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Tinder-svindlarinn hand­tekinn í Georgíu

Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Alls­herjar­þingið á­lyktar um palestínskt ríki

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki.

Erlent
Fréttamynd

„Súrrealísk og skelfi­leg upp­lifun“

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent