Útvistun eða innvistun verkefna Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2023 10:30 Í samfélagi þar sem exelskjölin ráða meiru en hinn mannlegi þáttur í þjónustu og starfsmannahaldi, er algengt að þegar gerð er krafa um sparnað og hagræðingu, þá byrja menn við gólflistana og eldhúsvakinn. Fyrst eru boðin út störf við ræstingu næst eru það svo þvottahúsin og mötuneytin. Liðurinn ,,aðkeypt þjónusta” lítur víst mun betur út í bókhaldi en laun og starfsmannakostnaður. Oftar ekki eru þetta opinberar stofnanir, ríki og sveitarfélög eða stofnanir reknar fyrir almannafé. Þetta eru grunnskólar, sjúrkastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili og önnur Þjónusta við viðkvæma hópa, börn, aldraða og sjúka. Nýjasta dæmið eru Grundarheimilin, þar eru það starfsmenn við ræstingu og í þvottahúsi. Eðlilega hefur þessum uppsögnum verið mótmælt af stéttarfélagi þeirra starfsmanna sem þeir tilheyra. Þarna er um að ræða starfsmenn, sem margir hafa langa starfsreynslu, um 80% þeirra eru konur. Laun flestra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum eru lág, þeim fylgja þó ríkulegri réttindi en á almennum markaði. Veikindaréttur er lengri, réttur til orlofs er lengri og hjá sveitarfélögunum er meiri vernd gegn uppsögnum en bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum. Einhver dæmi eru um að störf sem boðin hafa verið út hafa aftur ratað inn í rekstur stofnana vegna þess að t.d. í skólum kemur það betur út að þeir starfsmenn sem annast ræstingu séu einnig með fleiri skyldur en s.s. gangvörslu, frímínútnagæslu og fleira. Séu hluti af starfsliðinu og starfi með öðrum á starfstíma skólans. Það sem sérstaklega vakti athygli mína á dögunum þegar fréttir bárust af uppsögnum starfsmanna Grundarheimilanna var tvennt. Annað var að bæjarstjórinn í Hveragerði fór á fund forsvarsmanna fyrirtækisins til að mótmæla uppsögnunum. En Hveragerðisbær bauð út allar ræstingar hjá sveitarfélaginu fyrir rúmum tveimur árum og samdi við fyrirtækið Daga um að annast verkið. Það var að vísu Aldís Hafsteinsdóttir sem stóð í þeim breytingum, en varla hefur sá gjörningur verið gott veganesti fyrir Geir Sveinsson í viðræður við forsvarsmenn Grundar. Hitt var hinn falski tónn Sólveirar Önnu Jónsdóttur. Hver hlustar á formann Eflingar mótmæla eigin aðferðafræði? Fyrir hálfu öðru ári fóru fram þær ömurlegustu athafnir sem nokkur forysta í stéttarfélagi hefur staðið fyrir, þegar formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta stéttarfélags í landinu sagði upp öllu starfsfólki félagsins. Um var að ræða hópuppsögn í skilningi þeirra laga sem um þannig gjörninga fjalla. Starfsfólkið fékk bréf frá lögmanni úti í bæ og uppsagnirnar tóku gildi þann 1. maí. Trúnaðarmenn fengu líka reisupassann. Allir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem hafa einhverja samvisku og siðgæðisvitund mótmæltu þessu framferði. Forseti ASÍ Drífa Snædal fordæmdi þennan gjörning, ásamt öðrum þeim sem láta ekki hagsmunavörslu í eigin valdatafli ráða för. Skorað var á Trúnaðarráð stéttarfélagsins að draga uppsagnirnar til baka. Því var hafnað og sumir ráðsmenn lýstu með stolti yfir fullum stuðningi við foringjann. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til Drífa, fyrsta og eina konan í stóli forseta ASÍ dróg sig í hlé og sagði af sér, gat ekki lengur látið beita sig vægðarlausu ofbeldi og skoðanakúgun. Þingi ASÍ var hleypt upp og stórforingjarnir hlupu út og þeirra helstu stuðningsmenn á eftir. Þingheimur sat eftir í forundran, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta framferði forystufólks sem að eigin mati er hafið yfir lög og reglur, þó það sé jafnvel dæmt fyrir sakir sem alla jafna er lýst á hendur vondum atvinnurekendum, er að mínu mati ekki boðlegt í starfi fjöldahreyfingar eins og ASÍ, eða í forystu stærstu séttarfélaga landsins. Lög um uppsagnir eru no.19/1979 og hópuppsagnir hafa frá því lög voru sett um þær árið 2000 oftast vakið upp mikil mótmæli, þegar þeim er beitt. Ólöglegar uppsagnir trúnaðarmanna einnig. Aldrei hef ég heyrt af fyrirtæki sem rekur allt starfsfólk, tugi manna, afþvíbara. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig formaður Eflingar, getur samvisku sinnar vegna staðið í stafni þessara mótmæla gegn Grundarheimilunum og að mínu mati er Trúnaðarráð Eflingar ekki marktækt í þessu máli. Hinn falski tónn Samúð mín liggur hjá þeim starfsmönnum sem fyrir uppsögnunum verða og eiga í raun ekki trúverðuga málsvara hvorki í stéttarfélaginu sínu eða stjórnendum sveitarfélagsins sem þeir búa í. Á sama hátt átti starfsfólkið sem Sólveig Anna rak af eigin skrifstofu ekki málsvara í stéttarféalginu og trúnarðarmaðurinn sem hún rak og var félagsmaður í VR, fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá formanni VR. Taldi VR formaðurinn sig þurfa að hafa Sólveigu Önnu góða í sínu valdatafli? Sólveig Anna Jónsdóttir virðist telja sig þess umkomna að segja fólki til um hvaða skoðanir það má hafa og sagði nýlega í allt öðru samhengi á mbl.is, talaði þá til Bjarna Jónssonar þingmanns: „Fullorðið fólk á að gæta þess að hafa ekki ósamræmanlegar skoðanir. Sérstaklega fullorðið fólk sem heldur að það eigi erindi í stjórnmál.“ Ég geri enn ríkari kröfur til forystufólks í verkalýðshreyfingunni um trúverðugleika en til stjórnmálamanna. Að lokum langar mig til að vita hvað fréttamenn hafa langt minni? Ef að meira en ár er liðið frá axarsköftunum, er þá allt gleymt? Höfundur hefur starfað í verkalýðshreyfingunni í tæpa fimmtíu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem exelskjölin ráða meiru en hinn mannlegi þáttur í þjónustu og starfsmannahaldi, er algengt að þegar gerð er krafa um sparnað og hagræðingu, þá byrja menn við gólflistana og eldhúsvakinn. Fyrst eru boðin út störf við ræstingu næst eru það svo þvottahúsin og mötuneytin. Liðurinn ,,aðkeypt þjónusta” lítur víst mun betur út í bókhaldi en laun og starfsmannakostnaður. Oftar ekki eru þetta opinberar stofnanir, ríki og sveitarfélög eða stofnanir reknar fyrir almannafé. Þetta eru grunnskólar, sjúrkastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili og önnur Þjónusta við viðkvæma hópa, börn, aldraða og sjúka. Nýjasta dæmið eru Grundarheimilin, þar eru það starfsmenn við ræstingu og í þvottahúsi. Eðlilega hefur þessum uppsögnum verið mótmælt af stéttarfélagi þeirra starfsmanna sem þeir tilheyra. Þarna er um að ræða starfsmenn, sem margir hafa langa starfsreynslu, um 80% þeirra eru konur. Laun flestra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum eru lág, þeim fylgja þó ríkulegri réttindi en á almennum markaði. Veikindaréttur er lengri, réttur til orlofs er lengri og hjá sveitarfélögunum er meiri vernd gegn uppsögnum en bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum. Einhver dæmi eru um að störf sem boðin hafa verið út hafa aftur ratað inn í rekstur stofnana vegna þess að t.d. í skólum kemur það betur út að þeir starfsmenn sem annast ræstingu séu einnig með fleiri skyldur en s.s. gangvörslu, frímínútnagæslu og fleira. Séu hluti af starfsliðinu og starfi með öðrum á starfstíma skólans. Það sem sérstaklega vakti athygli mína á dögunum þegar fréttir bárust af uppsögnum starfsmanna Grundarheimilanna var tvennt. Annað var að bæjarstjórinn í Hveragerði fór á fund forsvarsmanna fyrirtækisins til að mótmæla uppsögnunum. En Hveragerðisbær bauð út allar ræstingar hjá sveitarfélaginu fyrir rúmum tveimur árum og samdi við fyrirtækið Daga um að annast verkið. Það var að vísu Aldís Hafsteinsdóttir sem stóð í þeim breytingum, en varla hefur sá gjörningur verið gott veganesti fyrir Geir Sveinsson í viðræður við forsvarsmenn Grundar. Hitt var hinn falski tónn Sólveirar Önnu Jónsdóttur. Hver hlustar á formann Eflingar mótmæla eigin aðferðafræði? Fyrir hálfu öðru ári fóru fram þær ömurlegustu athafnir sem nokkur forysta í stéttarfélagi hefur staðið fyrir, þegar formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta stéttarfélags í landinu sagði upp öllu starfsfólki félagsins. Um var að ræða hópuppsögn í skilningi þeirra laga sem um þannig gjörninga fjalla. Starfsfólkið fékk bréf frá lögmanni úti í bæ og uppsagnirnar tóku gildi þann 1. maí. Trúnaðarmenn fengu líka reisupassann. Allir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem hafa einhverja samvisku og siðgæðisvitund mótmæltu þessu framferði. Forseti ASÍ Drífa Snædal fordæmdi þennan gjörning, ásamt öðrum þeim sem láta ekki hagsmunavörslu í eigin valdatafli ráða för. Skorað var á Trúnaðarráð stéttarfélagsins að draga uppsagnirnar til baka. Því var hafnað og sumir ráðsmenn lýstu með stolti yfir fullum stuðningi við foringjann. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til Drífa, fyrsta og eina konan í stóli forseta ASÍ dróg sig í hlé og sagði af sér, gat ekki lengur látið beita sig vægðarlausu ofbeldi og skoðanakúgun. Þingi ASÍ var hleypt upp og stórforingjarnir hlupu út og þeirra helstu stuðningsmenn á eftir. Þingheimur sat eftir í forundran, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta framferði forystufólks sem að eigin mati er hafið yfir lög og reglur, þó það sé jafnvel dæmt fyrir sakir sem alla jafna er lýst á hendur vondum atvinnurekendum, er að mínu mati ekki boðlegt í starfi fjöldahreyfingar eins og ASÍ, eða í forystu stærstu séttarfélaga landsins. Lög um uppsagnir eru no.19/1979 og hópuppsagnir hafa frá því lög voru sett um þær árið 2000 oftast vakið upp mikil mótmæli, þegar þeim er beitt. Ólöglegar uppsagnir trúnaðarmanna einnig. Aldrei hef ég heyrt af fyrirtæki sem rekur allt starfsfólk, tugi manna, afþvíbara. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig formaður Eflingar, getur samvisku sinnar vegna staðið í stafni þessara mótmæla gegn Grundarheimilunum og að mínu mati er Trúnaðarráð Eflingar ekki marktækt í þessu máli. Hinn falski tónn Samúð mín liggur hjá þeim starfsmönnum sem fyrir uppsögnunum verða og eiga í raun ekki trúverðuga málsvara hvorki í stéttarfélaginu sínu eða stjórnendum sveitarfélagsins sem þeir búa í. Á sama hátt átti starfsfólkið sem Sólveig Anna rak af eigin skrifstofu ekki málsvara í stéttarféalginu og trúnarðarmaðurinn sem hún rak og var félagsmaður í VR, fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá formanni VR. Taldi VR formaðurinn sig þurfa að hafa Sólveigu Önnu góða í sínu valdatafli? Sólveig Anna Jónsdóttir virðist telja sig þess umkomna að segja fólki til um hvaða skoðanir það má hafa og sagði nýlega í allt öðru samhengi á mbl.is, talaði þá til Bjarna Jónssonar þingmanns: „Fullorðið fólk á að gæta þess að hafa ekki ósamræmanlegar skoðanir. Sérstaklega fullorðið fólk sem heldur að það eigi erindi í stjórnmál.“ Ég geri enn ríkari kröfur til forystufólks í verkalýðshreyfingunni um trúverðugleika en til stjórnmálamanna. Að lokum langar mig til að vita hvað fréttamenn hafa langt minni? Ef að meira en ár er liðið frá axarsköftunum, er þá allt gleymt? Höfundur hefur starfað í verkalýðshreyfingunni í tæpa fimmtíu áratugi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun