Opið bréf til ríkisstjórnarinnar vegna árása Ísraels á Gaza Linda Ósk Árnadóttir og Yousef Ingi Tamimi skrifa 13. október 2023 14:30 Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið. Ísrael, með sinn mikla hernaðarmátt, hefur ákveðið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn ásamt því að koma í veg fyrir að sendingar af matvælum og nauðsynlegri neyðaraðstoð geti borist til Gaza. Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu og þeirra eigin ráðamenn hafa lýst því yfir í beinni útsendingu. Á meðan þessu stendur hefur ríkisstjórn Ísland lagt áherslu á að fordæma voðaverk Hamas en verið þögul á meðan Ísrael hefur opinberlega tjáð og framkvæmt hryllilegar áætlanir sínar gagnvart íbúum Palestínu. Þögn sem eingöngu er hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar við þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins hefur Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna séð sig knúið að álykta ítrekað um endurtekin brot Ísraels gegn alþjóðalögum. Sem dæmi má nefna ályktun 194 frá árinu 1948 sem felur í sér skilyrðislausa kröfu á Ísrael að leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima. Hins vegar hundsuðu Ísraelar þessa ályktun eins og þær sem á eftir komu og hefur Ísrael í raun aðeins bætt í og þvingað fleiri Palestínumenn á flótta. Eftir að Ísrael hernumdi restina af Palestínu árið 1967 ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, með ályktun 242, að Ísrael bæri að hverfa tafarlaust frá hernumdu svæðunum. Líkt og fyrri ályktanir hefur sú krafa verið hundsuð, þrátt fyrir að ályktanir Öryggisráðsins eigi að vera bindandi fyrir aðildarríki. Í raun hefur Allsherjarþing SÞ ásamt Öryggisráðinu og Mannréttindaráðinu ályktað oftast um Ísrael og mannréttindabrot þeirra af öllum ríkjum heimsins. Þar að auki brýtur stefna og framferði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu í bága við fjölda alþjóðalaga líkt og Mannréttindasáttmálann og Genfarsáttmálann. Þrátt fyrir þessi endurteknu brot á alþjóðalögum og samþykktum hefur Ísrael aldrei verið dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þessa stríðsglæpi hafa þau komist upp með í skjóli verndar bandamanna sinna þar sem neitunarvald Bandaríkjanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Frá árinu 2022 hafa svo fjöldamörg virt alþjóðleg, ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og B'tselem, ályktað að núverandi stjórnarfar sem Ísrael hefur komið á yfir hernumdu svæðum Palestínu teljist vera aðskilnaðarstefna - apartheid. Því til grundvallar er helst bent á að tvenn mismunandi réttarkerfi gilda um íbúa sama svæðis, byggt á uppruna og kynþætti íbúanna. Samkvæmt ályktunum Sameinuðu Þjóðanna telst það undantekningarlaust vera glæpur gegn mannkyninu. Undir slagorðum um að Ísrael eigi rétt á að verja sig hefur Ísrael lýst yfir stríði gegn Palestínu og með því hefur hafist alvarleg alda ofbeldis af hálfu Ísraels sem að virðist engan enda taka. Ísrael hefur hafið nær stöðugar loftárásir á Gaza sem hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á borgarlegu innviði. Skólar, sjúkrahús, sjúkrabílar, moskur, heimili og fréttastofur hafa verið sprengdar í loft upp og valdið óafturkræfum skaða. Ekki nóg með að sprengjum rigni yfir saklausa borgara þá hefur Ísrael ákveðið að skrúfa fyrir allt vatn, allt rafmagn og allt flæði matvæla og hjálpargagna til Gaza. Ísraelar hafa einnig notað hvítan fosfór í sprengjum sínum á Gaza, enn eitt augljóst brot Ísraels á alþjóðalögum. Ísrael hefur hreinlega ákveðið að hefja þjóðarmorð á Gaza undir vökulu auga íslenskra stjórnvalda. Eina lausnin á ríkjandi óöld og aðskilnaðarstefnu Ísraela er að krefja ísraelska ráðamenn um að fara eftir alþjóðalögum. Bæði utanríkisráðherra og þingmaður Vinstri-Grænna hafa gefið í skyn að Íslandi beri að fordæma Ísrael ef að ísraelska ríkið myndi brjóta alþjóðalög, en ef þið eruð að bíða eftir því, þá eruð þið 75 árum of sein. Við krefjumst þess að þið fordæmið aðgerðir ísraelskra yfirvalda og gerið það sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Slíta ætti stjórnmálasambandi við aðskilnaðarríkið Ísrael og hvetja til viðskiptaþvinganna ásamt því að taka upp málið í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísrael eitt ber ábyrgð á ástandi á svæðinu undanfarna áratugi ásamt núverandi ofbeldisöldu og öllum töpuðum mannslífum í skjóli stöðu sinnar sem hernemandi vald. Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi þjóðernishreinsanir, stríðsglæpi og þjóðarmorð er ekki í okkar nafni! Linda Ósk Árnadóttir, læknir Yousef Ingi Tamimi, svæfingahjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið. Ísrael, með sinn mikla hernaðarmátt, hefur ákveðið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn ásamt því að koma í veg fyrir að sendingar af matvælum og nauðsynlegri neyðaraðstoð geti borist til Gaza. Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu og þeirra eigin ráðamenn hafa lýst því yfir í beinni útsendingu. Á meðan þessu stendur hefur ríkisstjórn Ísland lagt áherslu á að fordæma voðaverk Hamas en verið þögul á meðan Ísrael hefur opinberlega tjáð og framkvæmt hryllilegar áætlanir sínar gagnvart íbúum Palestínu. Þögn sem eingöngu er hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar við þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins hefur Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna séð sig knúið að álykta ítrekað um endurtekin brot Ísraels gegn alþjóðalögum. Sem dæmi má nefna ályktun 194 frá árinu 1948 sem felur í sér skilyrðislausa kröfu á Ísrael að leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima. Hins vegar hundsuðu Ísraelar þessa ályktun eins og þær sem á eftir komu og hefur Ísrael í raun aðeins bætt í og þvingað fleiri Palestínumenn á flótta. Eftir að Ísrael hernumdi restina af Palestínu árið 1967 ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, með ályktun 242, að Ísrael bæri að hverfa tafarlaust frá hernumdu svæðunum. Líkt og fyrri ályktanir hefur sú krafa verið hundsuð, þrátt fyrir að ályktanir Öryggisráðsins eigi að vera bindandi fyrir aðildarríki. Í raun hefur Allsherjarþing SÞ ásamt Öryggisráðinu og Mannréttindaráðinu ályktað oftast um Ísrael og mannréttindabrot þeirra af öllum ríkjum heimsins. Þar að auki brýtur stefna og framferði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu í bága við fjölda alþjóðalaga líkt og Mannréttindasáttmálann og Genfarsáttmálann. Þrátt fyrir þessi endurteknu brot á alþjóðalögum og samþykktum hefur Ísrael aldrei verið dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þessa stríðsglæpi hafa þau komist upp með í skjóli verndar bandamanna sinna þar sem neitunarvald Bandaríkjanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Frá árinu 2022 hafa svo fjöldamörg virt alþjóðleg, ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og B'tselem, ályktað að núverandi stjórnarfar sem Ísrael hefur komið á yfir hernumdu svæðum Palestínu teljist vera aðskilnaðarstefna - apartheid. Því til grundvallar er helst bent á að tvenn mismunandi réttarkerfi gilda um íbúa sama svæðis, byggt á uppruna og kynþætti íbúanna. Samkvæmt ályktunum Sameinuðu Þjóðanna telst það undantekningarlaust vera glæpur gegn mannkyninu. Undir slagorðum um að Ísrael eigi rétt á að verja sig hefur Ísrael lýst yfir stríði gegn Palestínu og með því hefur hafist alvarleg alda ofbeldis af hálfu Ísraels sem að virðist engan enda taka. Ísrael hefur hafið nær stöðugar loftárásir á Gaza sem hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á borgarlegu innviði. Skólar, sjúkrahús, sjúkrabílar, moskur, heimili og fréttastofur hafa verið sprengdar í loft upp og valdið óafturkræfum skaða. Ekki nóg með að sprengjum rigni yfir saklausa borgara þá hefur Ísrael ákveðið að skrúfa fyrir allt vatn, allt rafmagn og allt flæði matvæla og hjálpargagna til Gaza. Ísraelar hafa einnig notað hvítan fosfór í sprengjum sínum á Gaza, enn eitt augljóst brot Ísraels á alþjóðalögum. Ísrael hefur hreinlega ákveðið að hefja þjóðarmorð á Gaza undir vökulu auga íslenskra stjórnvalda. Eina lausnin á ríkjandi óöld og aðskilnaðarstefnu Ísraela er að krefja ísraelska ráðamenn um að fara eftir alþjóðalögum. Bæði utanríkisráðherra og þingmaður Vinstri-Grænna hafa gefið í skyn að Íslandi beri að fordæma Ísrael ef að ísraelska ríkið myndi brjóta alþjóðalög, en ef þið eruð að bíða eftir því, þá eruð þið 75 árum of sein. Við krefjumst þess að þið fordæmið aðgerðir ísraelskra yfirvalda og gerið það sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Slíta ætti stjórnmálasambandi við aðskilnaðarríkið Ísrael og hvetja til viðskiptaþvinganna ásamt því að taka upp málið í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísrael eitt ber ábyrgð á ástandi á svæðinu undanfarna áratugi ásamt núverandi ofbeldisöldu og öllum töpuðum mannslífum í skjóli stöðu sinnar sem hernemandi vald. Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi þjóðernishreinsanir, stríðsglæpi og þjóðarmorð er ekki í okkar nafni! Linda Ósk Árnadóttir, læknir Yousef Ingi Tamimi, svæfingahjúkrunarfræðingur
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar