Rétt upp hönd Nótt Thorberg skrifar 16. október 2023 14:00 Nú styttist í næsta Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna (COP28) en Ísland er eitt af 197 aðildarríkjum loftslagssamningsins. Grænvangur styður við þátttöku atvinnulífsins á COP28, sem að þessu sinni er haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, dagana 30. nóvember til 12. desember. COP (Conference of the Parties) er árleg ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í tengslum við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá árinu 1992. Fyrsta loftslagsráðstefnan var haldin í Berlín árið 1995 en frá 2005 hefur ráðstefnan einnig verið ráðstefna aðila að bókuninni. Búist er við hátt í 70 þúsundum gestum á ráðstefnuna í ár. Hana sækja aðildarríki loftslagsamningsins og samninganefndir en þátttaka annarra aðila sem styðja við loftslagsvegferðina hefur farið vaxandi undanfarin ár. Má þar nefna m.a. alþjóðastofnanir og ýmis samtök, umhverfissinna, ungliðahreyfingar, sérfræðinga og menntastofnanir, frumkvöðla, fjárfesta, atvinnugreinar og fyrirtæki enda er hlýnun jarðar og áhrif loftslagsbreytinga eitt stærsta viðfangsefni okkar samtíma. Árið 2015 náðist fyrsta samkomulag um aðgerðir ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þ.e. Parísarsamkomulagið. Samkomulagið, sem þykir tímamótasamningur, miðar að því að tryggja að hlýnun verði innan við 2°C og reynt verði að halda henni innan við 1,5°C. Ísland ætlar ekki að láta sitt eftir sitja í þeim efnum og árið 2021 staðfesti Alþingi lög um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Aðgerðir ríkja er miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru undirstaðan að árangri í loftslagsaðgerðum á heimsvísu. En lykillinn að árangri er ekki síður samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um þær leiðir sem skilað geta sem mestum árangri sem fyrst svo raunverulegur samtakamáttur náist í takt við metnaðarfull markmið. Huga þarf að umhverfi og náttúru í því samhengi og hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda á ábyrgan hátt en um leið horfa til annarra samfélagslegra þátta og efnahagslegs ávinnings til langs tíma. Um er að ræða algera umbreytingu. Raunar felur breytingin í sér að umbylta þurfi orkukerfum heims, huga að nýjum leiðum til að nýta auðlindir jarðar betur, skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir græna orkukosti, endurskoða iðnaðarferla og ekki síst aðlagast loftslagsbreytingum sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif um heim allan. Verkefnið er risavaxið og kallar því á nýja hugsun og nýja nálgun. Þar skiptir Loftslagsráðstefnan miklu því þar á sér einmitt stað lausnamiðað alþjóðlegt samtal um marga af þessum þáttum, á milli fyrirtækja, þvert á atvinnugreinar, stjórnvalda og annarra hagaðila sem geta látið verkin tala í loftslagvegferðinni. Þarna kemur saman hópur fólks sem vill varða leiðina. Áhrifamiklir aðilar á sínum sviðum sem vilja leggja við hlustir, taka samtalið, sjá tækifærin og kortleggja leiðirnar. Þetta er hópur loftslagsleiðtoga sem ætlar að vinna saman og láta til sín taka. Þannig eykst samstarf og við náum auknum samtakamætti um leiðirnar að settu marki. Allir aðilar hafa hlutverk að spila. Þannig munu atvinnugreinar miðla tækifærum og virkja sinn drifkraft fram á veg með nýsköpun og þróun sem styður við grænu umskiptin. Fræðasamfélagið leggur til rannsóknir og nauðsynlega þekkingu á sviði umskiptanna. Fjárfestar útvega fjármagn og stjórnvöld skapað rétta umhverfið og hvatana svo hægt verði að innleiða nýja tækni, ferla og lausnir sem stuðla að grænni framtíð og kolefnishlutlausum heimi. Samtal og samvinna þessara aðila er lykillinn að árangri. Öflugur hópur fyrirtækja úr íslensku atvinnulífi sækir ráðstefnuna í ár, eða alls tólf fyrirtæki. Grænvangur heldur utan um sendinefnd viðskiptalífsins á COP28 en þátttaka hennar er unnin í nánu samstarfi við Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið sem hefur umsjón með þátttöku Íslands á þinginu. Íslensku fyrirtækin hafa unnið ötullega að aðgerðum í sínu umhverfi, með það að markmiði að draga úr losun á Íslandi en mörg þeirra vinna nú einnig að alþjóðlegum verkefnum. Við getum verið stolt af framlagi þessara öflugu fyrirtækja á vegferðinni að sameiginlegu markmiði okkar allra. Framlag Íslands í þágu loftslagsmála er mikilvægt en þátttaka á vettvangi sem þessum getur líka skilað verðmætum heim. Á COP28 fá fyrirtækin sæti við lausnaborðið og gefst þannig m.a. tækifæri til að eiga í samtali á fundum og málstofum, miðla sínum lausnum til annarra ríkja og mögulegra samstarfsaðila eða fjárfesta og deila eigin reynslu. Þá er ráðstefnan ekki síður suðupottur þekkingarmiðlunar sem mun nýtast fyrirtækjum hérlendis í áframhaldandi vinnu. Grænvangur vinnur nú að undirbúningi ferðarinnar í nánu samstarfi við þátttakendur, og samstarfsaðila hérlendis og erlendis en liður í því er til dæmis að beina sjónum erlendra fjölmiðla að íslenska módelinu og hvernig það getur nýst öðrum þjóðum. Rödd Íslands skiptir máli, við getum haft áhrif. Við erum lítil þjóð en með því að auka þátttöku íslensks atvinnulífs og auka sýnileika íslenskra fyrirtækja og þeirra lausna sem við búum yfir, getum við veitt öðrum þjóðum innblástur og fóstrað tengsl og verkefni sem skipta raunverulegu máli í stóra samhengi loftslagsaðgerða heimsins. Og hver veit, mögulega verða samhliða til ný og spennandi græn samstarfsverkefni með tilheyrandi atvinnusköpun og fjárfestingu. Verum því ófeimin við að rétta upp hönd. Látum röddina heyrast. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú hafa tólf fyrirtæki skráð sig til þátttöku í viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP28 en áhugasömum er bent á vefsíðu Grænvangs, www.graenvangur.is fyrir frekari upplýsingar um fjölbreytt starf samstarfsvettvangsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í næsta Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna (COP28) en Ísland er eitt af 197 aðildarríkjum loftslagssamningsins. Grænvangur styður við þátttöku atvinnulífsins á COP28, sem að þessu sinni er haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, dagana 30. nóvember til 12. desember. COP (Conference of the Parties) er árleg ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í tengslum við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá árinu 1992. Fyrsta loftslagsráðstefnan var haldin í Berlín árið 1995 en frá 2005 hefur ráðstefnan einnig verið ráðstefna aðila að bókuninni. Búist er við hátt í 70 þúsundum gestum á ráðstefnuna í ár. Hana sækja aðildarríki loftslagsamningsins og samninganefndir en þátttaka annarra aðila sem styðja við loftslagsvegferðina hefur farið vaxandi undanfarin ár. Má þar nefna m.a. alþjóðastofnanir og ýmis samtök, umhverfissinna, ungliðahreyfingar, sérfræðinga og menntastofnanir, frumkvöðla, fjárfesta, atvinnugreinar og fyrirtæki enda er hlýnun jarðar og áhrif loftslagsbreytinga eitt stærsta viðfangsefni okkar samtíma. Árið 2015 náðist fyrsta samkomulag um aðgerðir ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þ.e. Parísarsamkomulagið. Samkomulagið, sem þykir tímamótasamningur, miðar að því að tryggja að hlýnun verði innan við 2°C og reynt verði að halda henni innan við 1,5°C. Ísland ætlar ekki að láta sitt eftir sitja í þeim efnum og árið 2021 staðfesti Alþingi lög um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Aðgerðir ríkja er miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru undirstaðan að árangri í loftslagsaðgerðum á heimsvísu. En lykillinn að árangri er ekki síður samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um þær leiðir sem skilað geta sem mestum árangri sem fyrst svo raunverulegur samtakamáttur náist í takt við metnaðarfull markmið. Huga þarf að umhverfi og náttúru í því samhengi og hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda á ábyrgan hátt en um leið horfa til annarra samfélagslegra þátta og efnahagslegs ávinnings til langs tíma. Um er að ræða algera umbreytingu. Raunar felur breytingin í sér að umbylta þurfi orkukerfum heims, huga að nýjum leiðum til að nýta auðlindir jarðar betur, skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir græna orkukosti, endurskoða iðnaðarferla og ekki síst aðlagast loftslagsbreytingum sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif um heim allan. Verkefnið er risavaxið og kallar því á nýja hugsun og nýja nálgun. Þar skiptir Loftslagsráðstefnan miklu því þar á sér einmitt stað lausnamiðað alþjóðlegt samtal um marga af þessum þáttum, á milli fyrirtækja, þvert á atvinnugreinar, stjórnvalda og annarra hagaðila sem geta látið verkin tala í loftslagvegferðinni. Þarna kemur saman hópur fólks sem vill varða leiðina. Áhrifamiklir aðilar á sínum sviðum sem vilja leggja við hlustir, taka samtalið, sjá tækifærin og kortleggja leiðirnar. Þetta er hópur loftslagsleiðtoga sem ætlar að vinna saman og láta til sín taka. Þannig eykst samstarf og við náum auknum samtakamætti um leiðirnar að settu marki. Allir aðilar hafa hlutverk að spila. Þannig munu atvinnugreinar miðla tækifærum og virkja sinn drifkraft fram á veg með nýsköpun og þróun sem styður við grænu umskiptin. Fræðasamfélagið leggur til rannsóknir og nauðsynlega þekkingu á sviði umskiptanna. Fjárfestar útvega fjármagn og stjórnvöld skapað rétta umhverfið og hvatana svo hægt verði að innleiða nýja tækni, ferla og lausnir sem stuðla að grænni framtíð og kolefnishlutlausum heimi. Samtal og samvinna þessara aðila er lykillinn að árangri. Öflugur hópur fyrirtækja úr íslensku atvinnulífi sækir ráðstefnuna í ár, eða alls tólf fyrirtæki. Grænvangur heldur utan um sendinefnd viðskiptalífsins á COP28 en þátttaka hennar er unnin í nánu samstarfi við Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið sem hefur umsjón með þátttöku Íslands á þinginu. Íslensku fyrirtækin hafa unnið ötullega að aðgerðum í sínu umhverfi, með það að markmiði að draga úr losun á Íslandi en mörg þeirra vinna nú einnig að alþjóðlegum verkefnum. Við getum verið stolt af framlagi þessara öflugu fyrirtækja á vegferðinni að sameiginlegu markmiði okkar allra. Framlag Íslands í þágu loftslagsmála er mikilvægt en þátttaka á vettvangi sem þessum getur líka skilað verðmætum heim. Á COP28 fá fyrirtækin sæti við lausnaborðið og gefst þannig m.a. tækifæri til að eiga í samtali á fundum og málstofum, miðla sínum lausnum til annarra ríkja og mögulegra samstarfsaðila eða fjárfesta og deila eigin reynslu. Þá er ráðstefnan ekki síður suðupottur þekkingarmiðlunar sem mun nýtast fyrirtækjum hérlendis í áframhaldandi vinnu. Grænvangur vinnur nú að undirbúningi ferðarinnar í nánu samstarfi við þátttakendur, og samstarfsaðila hérlendis og erlendis en liður í því er til dæmis að beina sjónum erlendra fjölmiðla að íslenska módelinu og hvernig það getur nýst öðrum þjóðum. Rödd Íslands skiptir máli, við getum haft áhrif. Við erum lítil þjóð en með því að auka þátttöku íslensks atvinnulífs og auka sýnileika íslenskra fyrirtækja og þeirra lausna sem við búum yfir, getum við veitt öðrum þjóðum innblástur og fóstrað tengsl og verkefni sem skipta raunverulegu máli í stóra samhengi loftslagsaðgerða heimsins. Og hver veit, mögulega verða samhliða til ný og spennandi græn samstarfsverkefni með tilheyrandi atvinnusköpun og fjárfestingu. Verum því ófeimin við að rétta upp hönd. Látum röddina heyrast. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú hafa tólf fyrirtæki skráð sig til þátttöku í viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP28 en áhugasömum er bent á vefsíðu Grænvangs, www.graenvangur.is fyrir frekari upplýsingar um fjölbreytt starf samstarfsvettvangsins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun