Börn en ekki pólitík Ragnar Schram skrifar 13. október 2023 16:00 Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Góðverk Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar