Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Víðir Reynisson skrifa 13. október 2023 08:00 Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Víðir Reynisson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun