Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Víðir Reynisson skrifa 13. október 2023 08:00 Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Víðir Reynisson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun