Reglur um blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 13. október 2023 09:30 Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra).
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun