Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fal­leg sérhæð í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn

„Ég er ekki að reyna að predika eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson sem var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar eða No hard feelings. Heimir, sem er búsettur í Los Angeles, er að halda fyrstu einkasýningu sína hérlendis í sjö ár en blaðamaður ræddi við hann um listina og lífið í LA.

Menning


Fréttamynd

Geimferðin gagn­rýnd: „Mér býður við þessu“

Áhöfn geimfarsins New Shepard, sem skotið var á loft í gær, braut blað í sögunni þar sem hún var einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir hafa gagnrýnt geimskotið sem hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum.

Lífið
Fréttamynd

Páskaleg og fersk marengsbomba

Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður

Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 

Lífið
Fréttamynd

„Af­hverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“

„Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Skipu­lögð glæpa­starf­semi hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að feta í fótspor Walter White í kvöld og taka ákveðna U-beygju í lífinu. Þeir ætla nefnilega að snúa sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Það er að segja í tölvuleik, ekki í alvörunni, vonandi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Logi Þor­valds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella

Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. 

Lífið
Fréttamynd

Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna

Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn.

Menning
Fréttamynd

Bein út­sending: Katy Perry fer út í geim

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos í dag. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. 

Lífið
Fréttamynd

Stóra stundin runnin upp hjá Sig­rúnu Ósk

„Það eru bæði forréttindi og mikill heiður að fá að vera með fólki á stærstu stundunum í þeirra lífi,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem hefur undanfarið hálft ár unnið að nýjum heimildaþáttum, ásamt Lúðvíki Páli Lúðvíkssyni.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni

Páskarnir eru á næsta leiti og eru margir þegar farnir í frí, hvort sem það er í sólina erlendis eða í kyrrðina í íslenskri sveitasælu. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið og fögnuðu ýmsum tímamótum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Sendi syninum stöðugt ó­bein skila­boð um að hann elskaði hann ekki

Valgeir Magnússon athafnamaður segir gríðarlega erfitt hlutskipti að vera aðstandandi fíkils. Valli Sport, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist í áraraðir hafa notað stjórnsemi til að reyna að laga fíknisjúkdóm sonar síns þar til hann loks áttaði sig á því að það gerði meiri skaða en gagn.

Lífið
Fréttamynd

Ítalskur heilafúi dreifir sér um heims­byggðina

Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni.

Lífið
Fréttamynd

Mario Vargas Llosa fallinn frá

Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku.

Menning
Fréttamynd

Lauf­ey tróð upp á Coachella

Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Sjóð­heit stemning og fróunarklefinn frum­sýndur

Kynlífstækjaverslunin Blush fagnaði fjórtán ára afmæli sínu í vikunni með sjóðheitu teiti í verslun þeirra við Dalveg. Í tilefni tímamótanna var ekkert til sparað, og skálað var fram eftir kvöldinu fyrir því að hafa fullnægt landsmönnum í rúman áratug.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Páskabingó Blökastsins

Páskabingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:00 í kvöld. Þetta er í þriðja skiptið sem þríeykið heldur Páskabingó og verður þetta það veglegasta til þessa.

Lífið