Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stólarnir fastir í München

Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum.

Körfubolti


Fréttamynd

„Það var smá stress og drama“

Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

„FIFA getur ekki leyst pólitísk vanda­mál heimsins“

Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“

Skagamenn unnu frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 102-92. Skagamenn voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2000. Styrmir Jónasson var frábær í liði skagamanna og leiddi liðið áfram í upphafi síðari hálfleiks.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þá er erfitt að spila hér“

Þórir Þorbjarnarson, fyrirliði KR, var sáttur með dramatískan sigur liðsins í kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. KR-ingar voru í veseni langt inn í seinni hálfleikinn en unnu sig til baka í leikinn og tókst að sigra Stjörnuna 102-98 eftir framlengdan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þetta full mikil brekka“

Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár.

Körfubolti