Fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. Innlent 5.11.2024 19:32 Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Innlent 5.11.2024 19:01 Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Eitt barn er enn á gjörgæslu í öndunarvél vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, segir líðan þess stöðuga. Innlent 5.11.2024 18:56 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. Erlent 5.11.2024 18:34 Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af bifreið í Garðabæ í dag en eftir að bifreiðin hafði verið stöðvuð kom í ljós að fjórir væru innanborðs sem var umfram þann farþegafjölda sem skráningarskírteini bifreiðarinnar heimilaði. Mennirnir fjórir voru síðan allir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi. Innlent 5.11.2024 18:12 Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. Innlent 5.11.2024 18:03 Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sögulega spennandi forsetakosningar fara nú fram í Bandaríkjunum og nokkrar klukkustundir eru í fyrstu tölur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá lokaspretti frambjóðenda og rýnum í stöðuna með Silju Báru Ómarsdóttur, sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Þá verður Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður, í beinni útsendingu frá barátturíkinu Pensylvaníu og ræðir við kjósendur. Innlent 5.11.2024 18:01 Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. Innlent 5.11.2024 17:43 Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Skortur á armböndum í Laugardalslaug veldur rekstrartruflunum. Nú er það í skoðun að selja sundlaugargestum armböndin. Forstöðumaður laugarinnar biðlar til fólks að skila þeim. Innlent 5.11.2024 16:39 Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Innlent 5.11.2024 16:26 Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Innlent 5.11.2024 15:49 Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Embætti ríkislögreglustjóra hyggst ekki veita frekari upplýsingar um umfangsmikla lögregluaðgerð í Sólheimum í Reykjavík í gær þar sem kona vopnuð hnífi með ungt barn var yfirbuguð. Innlent 5.11.2024 15:20 Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir fundi með frambjóðendum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum sem fara síðar í mánuðinum á Grand hótel í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 5.11.2024 14:31 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. Innlent 5.11.2024 13:55 „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa. Innlent 5.11.2024 12:58 Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. Innlent 5.11.2024 12:40 Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Umhverfisþing verður haldið í þrettánda sinn í Kaldalóni í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Innlent 5.11.2024 12:31 Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2024 12:31 Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál SÁÁ býður frambjóðendum allra flokka í pallborð þar sem talað verður um viðhorf og væntingar frambjóðenda til áfengis-og vímuefnameðferðar, endurhæfingar, forvarna og skaðaminnkunnar. Beina útsendingu frá pallborðinu má sjá í fréttinni. Innlent 5.11.2024 12:23 Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Erlent 5.11.2024 12:17 Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. Innlent 5.11.2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. Innlent 5.11.2024 11:51 Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Samtök iðnaðarins hafa boðað til kosningafundar með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Samtök iðnaðarins vilja með fundinum leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni Íslands. Innlent 5.11.2024 11:31 Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Í hádegisfréttum verða bandarísku forsetakosningarnar að sjálfsögðu fyrirferðarmiklar en þær eru nú hafnar og afar mjótt á munum, ef marka má kannanir. Innlent 5.11.2024 11:27 Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á skriðuföllum næstu viku vegna mikillar rigningar. Mikilli úrkomu er spáð næstu daga. Innlent 5.11.2024 11:12 Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Innlent 5.11.2024 11:09 Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Erlent 5.11.2024 11:07 Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum. Erlent 5.11.2024 10:36 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. Innlent 5.11.2024 10:32 „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 5.11.2024 10:17 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. Innlent 5.11.2024 19:32
Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Innlent 5.11.2024 19:01
Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Eitt barn er enn á gjörgæslu í öndunarvél vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, segir líðan þess stöðuga. Innlent 5.11.2024 18:56
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. Erlent 5.11.2024 18:34
Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af bifreið í Garðabæ í dag en eftir að bifreiðin hafði verið stöðvuð kom í ljós að fjórir væru innanborðs sem var umfram þann farþegafjölda sem skráningarskírteini bifreiðarinnar heimilaði. Mennirnir fjórir voru síðan allir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi. Innlent 5.11.2024 18:12
Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. Innlent 5.11.2024 18:03
Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sögulega spennandi forsetakosningar fara nú fram í Bandaríkjunum og nokkrar klukkustundir eru í fyrstu tölur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá lokaspretti frambjóðenda og rýnum í stöðuna með Silju Báru Ómarsdóttur, sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Þá verður Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður, í beinni útsendingu frá barátturíkinu Pensylvaníu og ræðir við kjósendur. Innlent 5.11.2024 18:01
Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. Innlent 5.11.2024 17:43
Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Skortur á armböndum í Laugardalslaug veldur rekstrartruflunum. Nú er það í skoðun að selja sundlaugargestum armböndin. Forstöðumaður laugarinnar biðlar til fólks að skila þeim. Innlent 5.11.2024 16:39
Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Innlent 5.11.2024 16:26
Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Innlent 5.11.2024 15:49
Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Embætti ríkislögreglustjóra hyggst ekki veita frekari upplýsingar um umfangsmikla lögregluaðgerð í Sólheimum í Reykjavík í gær þar sem kona vopnuð hnífi með ungt barn var yfirbuguð. Innlent 5.11.2024 15:20
Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir fundi með frambjóðendum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum sem fara síðar í mánuðinum á Grand hótel í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 5.11.2024 14:31
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. Innlent 5.11.2024 13:55
„Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa. Innlent 5.11.2024 12:58
Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. Innlent 5.11.2024 12:40
Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Umhverfisþing verður haldið í þrettánda sinn í Kaldalóni í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Innlent 5.11.2024 12:31
Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2024 12:31
Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál SÁÁ býður frambjóðendum allra flokka í pallborð þar sem talað verður um viðhorf og væntingar frambjóðenda til áfengis-og vímuefnameðferðar, endurhæfingar, forvarna og skaðaminnkunnar. Beina útsendingu frá pallborðinu má sjá í fréttinni. Innlent 5.11.2024 12:23
Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Erlent 5.11.2024 12:17
Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. Innlent 5.11.2024 12:14
Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. Innlent 5.11.2024 11:51
Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Samtök iðnaðarins hafa boðað til kosningafundar með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Samtök iðnaðarins vilja með fundinum leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni Íslands. Innlent 5.11.2024 11:31
Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Í hádegisfréttum verða bandarísku forsetakosningarnar að sjálfsögðu fyrirferðarmiklar en þær eru nú hafnar og afar mjótt á munum, ef marka má kannanir. Innlent 5.11.2024 11:27
Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á skriðuföllum næstu viku vegna mikillar rigningar. Mikilli úrkomu er spáð næstu daga. Innlent 5.11.2024 11:12
Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Innlent 5.11.2024 11:09
Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Erlent 5.11.2024 11:07
Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum. Erlent 5.11.2024 10:36
Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. Innlent 5.11.2024 10:32
„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 5.11.2024 10:17