Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 13:27 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Undanfarna daga hafa hægri menn í Bandaríkjunum ítrekað haldið því fram að það sé vinstrið sem sé mun hættulegra en hægrið, eftir morðið á Charlie Kirk, áhrifamiklum hægri sinnuðum áhrifavaldi, í síðustu viku. Donald Trump, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir mismunandi viðbrögð við ofbeldisverkum, eftir því gegn hverjum og hvaða fylkingum þau beinast. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum heitið hefndum og hefur Trump sjálfur hótað því að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi gegn pólitískum andstæðingum sínum. Innan Hvíta hússins er víst unnið að lista yfir vinstri sinnuð samtök og hópa sem eiga að ýta undir ofbeldi. Sjá einnig: Trump-liðar heita hefndum Í skýrslunni, sem birt var í janúar í fyrra og ber titillinn „Það sem gögn NIJ (Greiningarstofnun dómsmálaráðuneytisins) segja okkur um innlenda hryðjuverkastarfsemi“, kemur fram að frá 1990 hafi öfgahægri menn framið minnst 227 ofbeldisverk sem valdið hafi dauða að minnsta kosti 520 manns. Vinstri sinnaðir öfgamenn hafi framið að minnsta kosti 48 ofbeldisverk og banað 78 manns. Það að skýrslan sé nú ekki lengur aðgengileg á síðu ráðuneytisins hefur verið staðfest af fjölmiðlum ytra, eins og AFP fréttaveitunni og 404 Media. Fyrirspurnum um af hverju skýrslan var fjarlægð hefur ekki verið svarað en aðrar skýrslur þar sem vakin er athygli á hættunni frá hægri sinnuðum öfgamönnum eru víst enn aðgengilegar. Þá er vert að benda á að forsetatilskipanir Trumps um að banna það sem kallast DEI, eða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu hjá alríkisstofnunum, hefur leitt til þess að heilmikið af efni hefur verið fjarlægt af vefsvæðum þeirra á undanförnum mánuðum. Oft er þó sagt að netið gleymi engu og má enn finna skýrsluna á Waybackmachine. Þar segir einnig að sérfræðingar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna telji að innlend hryðjuverkastarfsemi sé einhver helsta ógnin sem Bandaríkjamenn standi frammi fyrir. Að hlutir tengdir faraldri Covid, málefnum innflytjenda og orðræða um kosningasvindl muni áfram ýta undir og vera notaðir til réttlætingar fyrir ofbeldisverk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Undanfarna daga hafa hægri menn í Bandaríkjunum ítrekað haldið því fram að það sé vinstrið sem sé mun hættulegra en hægrið, eftir morðið á Charlie Kirk, áhrifamiklum hægri sinnuðum áhrifavaldi, í síðustu viku. Donald Trump, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir mismunandi viðbrögð við ofbeldisverkum, eftir því gegn hverjum og hvaða fylkingum þau beinast. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum heitið hefndum og hefur Trump sjálfur hótað því að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi gegn pólitískum andstæðingum sínum. Innan Hvíta hússins er víst unnið að lista yfir vinstri sinnuð samtök og hópa sem eiga að ýta undir ofbeldi. Sjá einnig: Trump-liðar heita hefndum Í skýrslunni, sem birt var í janúar í fyrra og ber titillinn „Það sem gögn NIJ (Greiningarstofnun dómsmálaráðuneytisins) segja okkur um innlenda hryðjuverkastarfsemi“, kemur fram að frá 1990 hafi öfgahægri menn framið minnst 227 ofbeldisverk sem valdið hafi dauða að minnsta kosti 520 manns. Vinstri sinnaðir öfgamenn hafi framið að minnsta kosti 48 ofbeldisverk og banað 78 manns. Það að skýrslan sé nú ekki lengur aðgengileg á síðu ráðuneytisins hefur verið staðfest af fjölmiðlum ytra, eins og AFP fréttaveitunni og 404 Media. Fyrirspurnum um af hverju skýrslan var fjarlægð hefur ekki verið svarað en aðrar skýrslur þar sem vakin er athygli á hættunni frá hægri sinnuðum öfgamönnum eru víst enn aðgengilegar. Þá er vert að benda á að forsetatilskipanir Trumps um að banna það sem kallast DEI, eða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu hjá alríkisstofnunum, hefur leitt til þess að heilmikið af efni hefur verið fjarlægt af vefsvæðum þeirra á undanförnum mánuðum. Oft er þó sagt að netið gleymi engu og má enn finna skýrsluna á Waybackmachine. Þar segir einnig að sérfræðingar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna telji að innlend hryðjuverkastarfsemi sé einhver helsta ógnin sem Bandaríkjamenn standi frammi fyrir. Að hlutir tengdir faraldri Covid, málefnum innflytjenda og orðræða um kosningasvindl muni áfram ýta undir og vera notaðir til réttlætingar fyrir ofbeldisverk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira