Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 20:00 Þó Magnea Gná segi að traust ríki í garð oddvitans hefur það vissulega hvarflað að henni að sækjast sjálf eftir oddvitasætinu. Það liggur þó ekki fyrir hvernig valið verður á lista flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Samsett Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“ Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira