Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 11:52 Árborg falaðist eftir landi á mörkum sveitarfélagsins og Flóahrepps austan við Selfoss en þeirri ósk var hafnað. Vísir/Vilhelm Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar. Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar.
Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira