Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 15:13 Susan Monarez lét frekar reka sig en fallast á að leggja blessun sína yfir bólusetningaráðleggingar Robert F. Kennedy yngri. AP/J. Scott Applewhite Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Nokkrir æðstu stjórnendur CDC sögðu af sér eftir að Kennedy rak Susan Monarez, forstjóra stofnunarinnar, innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Níu fyrrverandi forstöðumenn stofnunarinnar vöruðu í kjölfarið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna í grein sem þeir skrifuðu saman fyrr í þessum mánuði. Monarez kom fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem þingmenn spurðu hana út í brottreksturinn. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar ssagði Monarez að Kennedy hefði sett henni afarkosti. Annað hvort samþykkti hún nýjar ráðleggingar frá stofnuninni um bóluefni án vísindalegs rökstuðnings fyrir þeim eða hún yrði rekin að öðrum kosti. „Jafnvel undir þrýstingi gat ég ekki skipt út gögnum fyrir hugmyndafræði eða gefið afslátt af heilindum mínum,“ sagði í yfirlýsingu Monarez. Hún hefði verið rekin fyrir að halda fast við vísindaleg heilindi. Monarez: "He did not have any data or science to point to. In fact, we got into an exchange where I suggested I would be open to changing childhood vaccine schedules if the evidence or science were supportive. He responded there was no science or evidence associated w/the childhood vaccine schedule"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:48 PM Ráðgjafaráð sem Kennedy hreinsaði út tekur ákvörðun á næstu dögum Kennedy hefur verið einn þekktasti andstæðingur bóluefna í heiminum um áraraðir og dreifst staðlausum og margrhröktum samsæriskenningum um öryggi þeirra og gagnsemi. Nýju ráðleggingarnar um bólusetningar barna sem Monarez átti að leggja blessun sína yfir að óathuguðu máli eiga að koma frá sérstakri ráðgjafarnefnd CDC. Kennedy rak alla fulltrúa í henni á einu bretti í sumar og skipaði í staðinn skoðanasystkini sín. Búist er við að nefndin samþykki ráðleggingar sínar á fundi í þessari viku. Þær ráðleggingar hafa meðal annars áhrif á hvaða bóluefni sjúkratryggingar Bandaríkjamanna ná yfir. Monarez sagði þingnefndinni einnig að Kennedy hefði þrýst á hana að reka starfsmenn stofnunarinnar án ástæðu eða áminningar. Einn stjórnenda CDC sem sagði af sér eftir brottrekstur Monarez, Debra Houry, sagði nefndinni að hún hefði fyrst komist að því Kennedy hefði breytt ráðleggingum stofnunarinnar um bólusetningar gegn Covid-19 þegar hann birti færslu um það á samfélagsmiðli. Vísindamenn stofnunarinnar hefðu ekki enn fengið að sjá vísindaleg gögn eða rökstuðning fyrir ákvörðun hans um að takmarka aðgang að bóluefnunum. former CDC official Dr. Houry: "I first learned that the secretary had changed our CDC covid vaccine guidance on an X social media post. CDC scientists have still not seen the scientific data or justification for this change. That is not gold standard science."[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:43 PM Formaður þingnefndarinnar er Bill Cassidy, þingmaður repúblikana frá Louisiana, sem hafði efasemdir um skipan Kennedy sem ráðherra. Hann greiddi á endanum atkvæði með skipan Kennedy eftir að hann sagðist hafa fengið ákveðnar tryggingar frá honum varðandi bóluefni. Kennedy gekk hins vegar strax á bak þeirra trygginga eftir að hann var kominn í embættið. Cassidy, sem er sjálfur læknir, hefur sagst hafa áhyggjur af alvarlegum ásökunum sem hafa komið fram um ástandið innan CDC. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Nokkrir æðstu stjórnendur CDC sögðu af sér eftir að Kennedy rak Susan Monarez, forstjóra stofnunarinnar, innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Níu fyrrverandi forstöðumenn stofnunarinnar vöruðu í kjölfarið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna í grein sem þeir skrifuðu saman fyrr í þessum mánuði. Monarez kom fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem þingmenn spurðu hana út í brottreksturinn. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar ssagði Monarez að Kennedy hefði sett henni afarkosti. Annað hvort samþykkti hún nýjar ráðleggingar frá stofnuninni um bóluefni án vísindalegs rökstuðnings fyrir þeim eða hún yrði rekin að öðrum kosti. „Jafnvel undir þrýstingi gat ég ekki skipt út gögnum fyrir hugmyndafræði eða gefið afslátt af heilindum mínum,“ sagði í yfirlýsingu Monarez. Hún hefði verið rekin fyrir að halda fast við vísindaleg heilindi. Monarez: "He did not have any data or science to point to. In fact, we got into an exchange where I suggested I would be open to changing childhood vaccine schedules if the evidence or science were supportive. He responded there was no science or evidence associated w/the childhood vaccine schedule"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:48 PM Ráðgjafaráð sem Kennedy hreinsaði út tekur ákvörðun á næstu dögum Kennedy hefur verið einn þekktasti andstæðingur bóluefna í heiminum um áraraðir og dreifst staðlausum og margrhröktum samsæriskenningum um öryggi þeirra og gagnsemi. Nýju ráðleggingarnar um bólusetningar barna sem Monarez átti að leggja blessun sína yfir að óathuguðu máli eiga að koma frá sérstakri ráðgjafarnefnd CDC. Kennedy rak alla fulltrúa í henni á einu bretti í sumar og skipaði í staðinn skoðanasystkini sín. Búist er við að nefndin samþykki ráðleggingar sínar á fundi í þessari viku. Þær ráðleggingar hafa meðal annars áhrif á hvaða bóluefni sjúkratryggingar Bandaríkjamanna ná yfir. Monarez sagði þingnefndinni einnig að Kennedy hefði þrýst á hana að reka starfsmenn stofnunarinnar án ástæðu eða áminningar. Einn stjórnenda CDC sem sagði af sér eftir brottrekstur Monarez, Debra Houry, sagði nefndinni að hún hefði fyrst komist að því Kennedy hefði breytt ráðleggingum stofnunarinnar um bólusetningar gegn Covid-19 þegar hann birti færslu um það á samfélagsmiðli. Vísindamenn stofnunarinnar hefðu ekki enn fengið að sjá vísindaleg gögn eða rökstuðning fyrir ákvörðun hans um að takmarka aðgang að bóluefnunum. former CDC official Dr. Houry: "I first learned that the secretary had changed our CDC covid vaccine guidance on an X social media post. CDC scientists have still not seen the scientific data or justification for this change. That is not gold standard science."[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:43 PM Formaður þingnefndarinnar er Bill Cassidy, þingmaður repúblikana frá Louisiana, sem hafði efasemdir um skipan Kennedy sem ráðherra. Hann greiddi á endanum atkvæði með skipan Kennedy eftir að hann sagðist hafa fengið ákveðnar tryggingar frá honum varðandi bóluefni. Kennedy gekk hins vegar strax á bak þeirra trygginga eftir að hann var kominn í embættið. Cassidy, sem er sjálfur læknir, hefur sagst hafa áhyggjur af alvarlegum ásökunum sem hafa komið fram um ástandið innan CDC.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent