SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Árni Sæberg skrifar 17. september 2025 16:08 Áletruninni á bol Kirks hefur verið snarað yfir á íslensku. SUS/Getty/The Salt Lake Tribune Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira