Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 08:27 Freja Vennervald Sørensen lést af völdrum eitrunar, hún og vinkona hennar Anne-Sofie voru meðal þeirra sex ferðalanga sem vitað er að létust af völdum eitrunar sem rakin er til sama ferðamannastaðar í fyrra. Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið. Vinkonurnar Freja Vennervald Sørensen og Anne-Sofie Ørkild Coyman voru 20 og 21 árs þegar þær létust. Þær voru að skemmta sér á farfuglaheimili í borginni og tóku skot af áfengi sem reyndist innihalda metanól. Eitrunin varð til þess að þær létust báðar, auk nokkurra annarra bakpokaferðalanga sem létust einnig af völdum eitrunar. Kvörtuðu yfir aðgerðaleysi til ríkissaksóknara TV2 greinir frá því í dag að lögreglan á Mið- og Vestursjálandi hyggist nú rannsaka málið nánar, en fyrr á þessu ári vakti það reiði meðal fjölskyldna stúlknanna þegar lögregla tók ákvörðun um að rannsaka málið ekki frekar. Það segir lögregla hafa verið á þeim forsendum að danska lögreglan hafi ekki lögsögu til að rannsaka mál á erlendri grundu, en foreldrarnir kvörtuðu til ríkissaksóknara í von um að andlát dætra þeirra yrði rannsakað. Sú umleitan bar árangur að því er fram kemur í umfjöllun TV2 þar sem nú stendur til að skoða málið betur. Kallað er eftir svörum við því hvernig hinn eitraði drykkur rataði í glös kvennanna og hver beri ábyrgð. Í framhaldi af fund lögreglu með foreldrunum í sumar hafi verið ákveðið að skoða málið betur en ekki kemur fram í hverju nánari rannsókn muni nákvæmlega felast. Meðal þess sem foreldrarnir komu með til lögreglu voru dánarvottorð dætra þeirra auk afrita af öðrum sjúkrahúsgögnum frá Laos sem fjölskyldumeðlimur Anne-Sofie hafði fengið að sjá. Takmarkaðar rannsóknarheimildir Það liðu þrír dagar frá því að Freja og Anne-Sofie létust og þar til foreldrar þeirra fengu fréttir af andlátinu, eftir að hafa sjálfir leitað aðstoðar dönsku utanríkisþjónustunnar um aðstoð þar sem ekkert hafði spurst til þeirra í nokkra daga. Fyrir liggur að danska lögreglan hefur takmarkaðar valdheimildir til að rannsaka mál í Laos en lögregluyfirvöld þar í landi hafa ekki svarað fyrirspurnum TV2 að því er segir í fréttinni. Lögregluyfirvöld í Laos handtóku á sínum tíma eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar, en ekkert dómsmál hefur verið höfðað né niðurstaða fengist í málið eftir því sem danskir fjölmiðlar komast næst. Danmörk Laos Erlend sakamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Vinkonurnar Freja Vennervald Sørensen og Anne-Sofie Ørkild Coyman voru 20 og 21 árs þegar þær létust. Þær voru að skemmta sér á farfuglaheimili í borginni og tóku skot af áfengi sem reyndist innihalda metanól. Eitrunin varð til þess að þær létust báðar, auk nokkurra annarra bakpokaferðalanga sem létust einnig af völdum eitrunar. Kvörtuðu yfir aðgerðaleysi til ríkissaksóknara TV2 greinir frá því í dag að lögreglan á Mið- og Vestursjálandi hyggist nú rannsaka málið nánar, en fyrr á þessu ári vakti það reiði meðal fjölskyldna stúlknanna þegar lögregla tók ákvörðun um að rannsaka málið ekki frekar. Það segir lögregla hafa verið á þeim forsendum að danska lögreglan hafi ekki lögsögu til að rannsaka mál á erlendri grundu, en foreldrarnir kvörtuðu til ríkissaksóknara í von um að andlát dætra þeirra yrði rannsakað. Sú umleitan bar árangur að því er fram kemur í umfjöllun TV2 þar sem nú stendur til að skoða málið betur. Kallað er eftir svörum við því hvernig hinn eitraði drykkur rataði í glös kvennanna og hver beri ábyrgð. Í framhaldi af fund lögreglu með foreldrunum í sumar hafi verið ákveðið að skoða málið betur en ekki kemur fram í hverju nánari rannsókn muni nákvæmlega felast. Meðal þess sem foreldrarnir komu með til lögreglu voru dánarvottorð dætra þeirra auk afrita af öðrum sjúkrahúsgögnum frá Laos sem fjölskyldumeðlimur Anne-Sofie hafði fengið að sjá. Takmarkaðar rannsóknarheimildir Það liðu þrír dagar frá því að Freja og Anne-Sofie létust og þar til foreldrar þeirra fengu fréttir af andlátinu, eftir að hafa sjálfir leitað aðstoðar dönsku utanríkisþjónustunnar um aðstoð þar sem ekkert hafði spurst til þeirra í nokkra daga. Fyrir liggur að danska lögreglan hefur takmarkaðar valdheimildir til að rannsaka mál í Laos en lögregluyfirvöld þar í landi hafa ekki svarað fyrirspurnum TV2 að því er segir í fréttinni. Lögregluyfirvöld í Laos handtóku á sínum tíma eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar, en ekkert dómsmál hefur verið höfðað né niðurstaða fengist í málið eftir því sem danskir fjölmiðlar komast næst.
Danmörk Laos Erlend sakamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira