Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 18:56 Björk Áskelsdóttir er ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans. Vísir/Lýður Valberg Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“ Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“
Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira