
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk
Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans.

Framtíð Icelandair á bláþræði og aðgerðir stjórnvalda í Víglínunni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hundruð milljaðra aðgerðir stjórnvalda þrengja að ríkissjóði í framtíðinni. Hann ræðir framtíð Icelandair og aðgerðapakka stjórnvalda í Víglínunni ásamt Helgu Völu Helgadóttur formanni velferðarnefndar sem einnig gagnrýnir frumvarp um útlendinga harðlega,

Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis
Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir.

Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall.

Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu
Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins.

Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar
Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði.

Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum
Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi.

„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á.

„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“
Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá.

9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda
Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%.

„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda.

Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán
Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka.

Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun
Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna.


Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp
Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. En síðdegis hófust umræður um frumvarp með nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp

Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála.

Tvær kannanir sýna 60 prósent stuðning við ríkisstjórnina
Samanlagt njóta stjórnarflokkarnir þrír hins vegar á bilinu 43 til 47 prósenta stuðnings.

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir
Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna
Forsætisráðherra segir launahækkun þingmanna og ráðherra hafa verið frestað í júní í fyrra til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Þá hafi verið ákveðið að fresta annarri hækkun sem taka átti gildi hinn 1. júní næstkomandi.

Blendin viðbrögð við hughreystingarávarpi Katrínar
Ávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er að efni til fordæmalaust.

Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí.

Katrín ávarpar þjóðina
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun ávarpa þjóðina í kvöld. Í ávarpi sínu mun hún ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála.

Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála
Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag.

„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“
Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni.

„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“
Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum.

Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir
Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum.

Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín
Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns.

Katrín ætlar að ávarpa þjóðina
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála.

Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn
„Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu
Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum.