„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2020 14:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Verkefnisstjórn sem falið var að meta greiningargetuna hafi haft skýrt og afmarkað hlutverk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Ummæli Kára sem hann lét falla í viðtali í gærkvöldi, þar sem hann hneykslaðist á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu hafa vakið mikil viðbrögð. Svo virðist þó sem fundurinn í stjórnarráðinu hafi verið boðaður löngu áður og varðaði annað málefni. Sjá einnig: Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Verkefnisstjórn sem var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, um að stefna að því að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 komuna til landsins, skilaði skýrslu sinni á mánudaginn. Þar kemur meðal annars fram að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans miðist við greiningu að hámarki fimm hundruð sýna á dag. Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ganga út að fundi loknum í stjórnarráðinu á tólfta tímanum í dag.Vísir/Vilhelm Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aðkoma annarra greiningaraðila sé mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna, en ekki hafi verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið. Ekki er fjallað sérstaklega um Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, var gestur Kastljóss á Rúv í gærkvöldi þar sem hann undraðist meðal annars að Íslensk erfðagreining hafi ekki átt fulltrúa í verkefnisstjórninni. Sjá einnig: Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og tíu ára stelpa“ Áður hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Kastljós ekki sagst útiloka samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur sagði Kári í Kastljósi í gær að ekki komi til greina að fyrirtækið komi að verkefninu ef það verði unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og lýsti hann óánægju sinni með samskiptin við ráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki gefið kost á viðtali að svo stöddu en fréttastofa náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í dag. „Það liggur fyrir greining á getu veirufræðideildarinnar til skimana 15. júní sem eru 500 skimanir á dag og alveg ljóst að ef að það eiga að fara fram fleiri skimanir á dag að þá þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Áslaug. „Það lá auðvitað alltaf fyrir að það ætti að hafa samskipti við þau um þetta enda Kári [Stefánsson, forstjóri ÍE] einn af þeim sem lagði til þessa hugmynd meðal annars að ráðast í þessa skimun og að það væri mögulegt. Ég býst ekki við öðru en að það verði höfð samskipti við þau um framhaldið.“ En voru það mistök af hálfu stjórnvalda að bjóða ekki Íslenskri erfðagreiningu að taka þátt í vinnu verkefnisstjórnarinnar? „Verkefnastjórninni sem heilbrigðisráðherra skipaði var falið mjög þröngt hlutverk, að kanna bara stöðuna eins og hún er í dag og getu til skimana og alveg ljóst að niðurstaða þess var að það þyrfti að tala við aðra aðila og að það yrði gert,“ svara Áslaug. Hún kveðst binda vonir við að áformin gangi eftir. „Enda held ég að flestir voni að þessi leið takist vel og að við getum hafið skimanir 15. júní af því það er bæði talin öruggasta leiðin hvað varðar sóttvarnir en líka sú mikilvægasta á okkar forsendum til að efla hér efnahaginn að nýju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Verkefnisstjórn sem falið var að meta greiningargetuna hafi haft skýrt og afmarkað hlutverk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Ummæli Kára sem hann lét falla í viðtali í gærkvöldi, þar sem hann hneykslaðist á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu hafa vakið mikil viðbrögð. Svo virðist þó sem fundurinn í stjórnarráðinu hafi verið boðaður löngu áður og varðaði annað málefni. Sjá einnig: Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Verkefnisstjórn sem var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, um að stefna að því að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 komuna til landsins, skilaði skýrslu sinni á mánudaginn. Þar kemur meðal annars fram að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans miðist við greiningu að hámarki fimm hundruð sýna á dag. Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ganga út að fundi loknum í stjórnarráðinu á tólfta tímanum í dag.Vísir/Vilhelm Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aðkoma annarra greiningaraðila sé mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna, en ekki hafi verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið. Ekki er fjallað sérstaklega um Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, var gestur Kastljóss á Rúv í gærkvöldi þar sem hann undraðist meðal annars að Íslensk erfðagreining hafi ekki átt fulltrúa í verkefnisstjórninni. Sjá einnig: Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og tíu ára stelpa“ Áður hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Kastljós ekki sagst útiloka samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur sagði Kári í Kastljósi í gær að ekki komi til greina að fyrirtækið komi að verkefninu ef það verði unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og lýsti hann óánægju sinni með samskiptin við ráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki gefið kost á viðtali að svo stöddu en fréttastofa náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í dag. „Það liggur fyrir greining á getu veirufræðideildarinnar til skimana 15. júní sem eru 500 skimanir á dag og alveg ljóst að ef að það eiga að fara fram fleiri skimanir á dag að þá þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Áslaug. „Það lá auðvitað alltaf fyrir að það ætti að hafa samskipti við þau um þetta enda Kári [Stefánsson, forstjóri ÍE] einn af þeim sem lagði til þessa hugmynd meðal annars að ráðast í þessa skimun og að það væri mögulegt. Ég býst ekki við öðru en að það verði höfð samskipti við þau um framhaldið.“ En voru það mistök af hálfu stjórnvalda að bjóða ekki Íslenskri erfðagreiningu að taka þátt í vinnu verkefnisstjórnarinnar? „Verkefnastjórninni sem heilbrigðisráðherra skipaði var falið mjög þröngt hlutverk, að kanna bara stöðuna eins og hún er í dag og getu til skimana og alveg ljóst að niðurstaða þess var að það þyrfti að tala við aðra aðila og að það yrði gert,“ svara Áslaug. Hún kveðst binda vonir við að áformin gangi eftir. „Enda held ég að flestir voni að þessi leið takist vel og að við getum hafið skimanir 15. júní af því það er bæði talin öruggasta leiðin hvað varðar sóttvarnir en líka sú mikilvægasta á okkar forsendum til að efla hér efnahaginn að nýju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira