Keflavíkurflugvöllur Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sendiferðabíll stóð í ljósum logum á Reykjanesbrautinni á þriðja tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn og farþegi rétt sluppu og engan sakaði, að sögn slökkviliðs. Ekki tók langan tíma fyrir eldinn að gleypa ökutækið. Innlent 26.10.2025 16:24 Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lohanny Santos, farþegi í flugi Delta á leið frá Dublin til New York, á miðvikudag, lýsir því á samfélagsmiðlum að hafa óttast um líf sitt þegar annar hreyfill vélarinnar hætti að virka á flugi þeirra yfir Atlantshafinu. Ákveðið var að nauðlenda á Íslandi. Fjallað var um það í gær að hættustigi hafi verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna nauðlendingarinnar. Lífið 23.10.2025 21:36 Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn. Innlent 23.10.2025 21:18 Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. Innlent 22.10.2025 07:54 Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á fimmta tímanum vegna flugvélar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna tæknibilunar. Flugvélin lenti um tíu mínútur í fimm og engin slys urðu á fólki. Innlent 21.10.2025 17:01 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. Innlent 19.10.2025 10:16 Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. Innlent 17.10.2025 20:50 Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Innlent 17.10.2025 15:00 Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. Innlent 16.10.2025 15:55 Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Nýtt leiksvæði fyrir börn, innblásið af veröld Tulipop, hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli (KEF). Leiksvæðið er staðsett við veitingasvæðið Aðalstræti þar sem gengið er inn í aðra hæð nýrrar austurálmu flugvallarins. Á sama svæði eru einnig gagnvirk leiktæki. Lífið 16.10.2025 10:33 Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu. Neytendur 15.10.2025 13:43 Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. Neytendur 15.10.2025 10:23 Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Flugumferðarstjórar hafa boðað vinnustöðvun á sunnudagskvöld vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra. Þeir hafa verið samningslausir frá áramótum en að sögn formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra strandar málið á launaliðnum. Innlent 14.10.2025 09:56 Hvattir til að leggja tímanlega af stað Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum. Innlent 10.10.2025 21:42 Fimm prósenta aukning í september Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði. Viðskipti innlent 6.10.2025 08:11 Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag. Innlent 5.10.2025 20:01 Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. Innlent 5.10.2025 14:15 Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Skoðun 5.10.2025 12:01 Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2.10.2025 22:27 Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2.10.2025 21:40 Isavia gefur strandaglópum engin grið Strandaglópar sem komast ekki til landsins vegna falls Play og eru með bíla sína á bílastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll þurfa að greiða fyrir viðbótardaga í stæðunum. Viðskipti innlent 1.10.2025 10:41 Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. Innlent 30.9.2025 18:55 Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta. Viðskipti innlent 30.9.2025 15:00 Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Innlent 30.9.2025 11:58 „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. Viðskipti innlent 29.9.2025 22:44 Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Forstjóri Icelandair segist ekki getað svarað um orðræðuna í kringum Play í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins. Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu eftir að flugmaður félagsins spáði fyrir gjaldþroti félagsins í viðtali á Bylgjunni. Viðskipti innlent 29.9.2025 19:57 Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16 Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. Innlent 29.9.2025 13:11 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. Viðskipti innlent 29.9.2025 10:36 Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Viðskipti innlent 29.9.2025 09:37 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 49 ›
Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sendiferðabíll stóð í ljósum logum á Reykjanesbrautinni á þriðja tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn og farþegi rétt sluppu og engan sakaði, að sögn slökkviliðs. Ekki tók langan tíma fyrir eldinn að gleypa ökutækið. Innlent 26.10.2025 16:24
Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lohanny Santos, farþegi í flugi Delta á leið frá Dublin til New York, á miðvikudag, lýsir því á samfélagsmiðlum að hafa óttast um líf sitt þegar annar hreyfill vélarinnar hætti að virka á flugi þeirra yfir Atlantshafinu. Ákveðið var að nauðlenda á Íslandi. Fjallað var um það í gær að hættustigi hafi verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna nauðlendingarinnar. Lífið 23.10.2025 21:36
Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn. Innlent 23.10.2025 21:18
Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. Innlent 22.10.2025 07:54
Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á fimmta tímanum vegna flugvélar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna tæknibilunar. Flugvélin lenti um tíu mínútur í fimm og engin slys urðu á fólki. Innlent 21.10.2025 17:01
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. Innlent 19.10.2025 10:16
Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. Innlent 17.10.2025 20:50
Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Innlent 17.10.2025 15:00
Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. Innlent 16.10.2025 15:55
Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Nýtt leiksvæði fyrir börn, innblásið af veröld Tulipop, hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli (KEF). Leiksvæðið er staðsett við veitingasvæðið Aðalstræti þar sem gengið er inn í aðra hæð nýrrar austurálmu flugvallarins. Á sama svæði eru einnig gagnvirk leiktæki. Lífið 16.10.2025 10:33
Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu. Neytendur 15.10.2025 13:43
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. Neytendur 15.10.2025 10:23
Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Flugumferðarstjórar hafa boðað vinnustöðvun á sunnudagskvöld vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra. Þeir hafa verið samningslausir frá áramótum en að sögn formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra strandar málið á launaliðnum. Innlent 14.10.2025 09:56
Hvattir til að leggja tímanlega af stað Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum. Innlent 10.10.2025 21:42
Fimm prósenta aukning í september Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði. Viðskipti innlent 6.10.2025 08:11
Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag. Innlent 5.10.2025 20:01
Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. Innlent 5.10.2025 14:15
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Skoðun 5.10.2025 12:01
Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2.10.2025 22:27
Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2.10.2025 21:40
Isavia gefur strandaglópum engin grið Strandaglópar sem komast ekki til landsins vegna falls Play og eru með bíla sína á bílastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll þurfa að greiða fyrir viðbótardaga í stæðunum. Viðskipti innlent 1.10.2025 10:41
Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. Innlent 30.9.2025 18:55
Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta. Viðskipti innlent 30.9.2025 15:00
Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Innlent 30.9.2025 11:58
„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. Viðskipti innlent 29.9.2025 22:44
Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Forstjóri Icelandair segist ekki getað svarað um orðræðuna í kringum Play í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins. Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu eftir að flugmaður félagsins spáði fyrir gjaldþroti félagsins í viðtali á Bylgjunni. Viðskipti innlent 29.9.2025 19:57
Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16
Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. Innlent 29.9.2025 13:11
Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. Viðskipti innlent 29.9.2025 10:36
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Viðskipti innlent 29.9.2025 09:37