Hvernig lítur fyrirhuguð breyting á útlendingalögum út í dagsbirtu? Sara Mansour skrifar 26. maí 2020 09:00 10. apríl 2020 lagði sitjandi dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um útlendinga, þ.e.a.s. rúmlega viku eftir seinasta daginn til að leggja fram frumvarp á löggjafarþingi starfsársins. Þá hefur verið óskað eftir flýtimeðferð hjá þingnefndum. Frumvarpið var upphaflega sett í samráðsgáttina af Sigríði Á. Andersen, en náði ekki í gegn að ganga, enda háð bæði lagalegum og siðferðilegum annmörkum. Núverandi útgáfa frumvarpsins er í auknu samræmi við athugasemdir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála, en athugasemdir umsagnaraðila á borð við Rauða Kross Íslands, Lögmannsstofuna Rétt ehf. og Flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, virðast ekki hafa hlotið sama vægi. Áhugavert verður að sjá hvernig sérfræðingar munu bregðast við frumvarpinu í þetta sinnið. Útlendingalögin eru í lestri nokkuð sanngjörn, og eðlilegur hluti af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. En þau er nauðsynlegt að skoða með hliðsjón af ósegjanlega umfangsmiklum takmörkunum reglugerðar Evrópusambandsins nr. 604/2013, svonefndri Dyflinnarreglugerð, og þróun hennar. Í Dyflinnarreglugerðinni felst aðallega að umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hingað koma upprunalega frá óöruggum ríkjum, með viðkomu í öðru landi, geta (hér er um heimild að ræða, ekki skyldu eins og oft virðist gengið út frá) verið sendir aftur til fyrsta viðkomulandsins. Sé þessi regla heimfærð á raunaðstæður, og skoðuð í landfræðilegt samhengi, bitnar hún á hópi fólks sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum, eða svæðum þar sem almennir borgarar sæta ofsóknum vegna brotalama í stjórnarfari, t.d. Sýrlandi og Írak. Þessi sami hópur fólks hefur stjarnfræðilega litla möguleika á að flýja beint til Íslands. Af þessum sökum er fyrsti viðkomustaður flóttafólks almennt önnur aðildarríki Schengen-samstarfsins, einkum Grikkland og Ítalía. Yfirvofandi lagabreytingar taka til margra þátta, en sú stærsta, og jafnframt ruglingslegasta, felur í sér afnám áðurgreindrar heimildar til að meta ógn við líf og frelsi hælisleitenda í hverju tilviki fyrir sig. Með e-lið 11. gr. stjórnarfrumvarpsins er felldur burt a-liður 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga, þ.e.a.s. ekki er lengur heimilt samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. að taka verndarmál til efnismeðferðar. Slík afneitun ábyrgðar og ójöfn dreifing á milli Evrópuríkja var ekki upphaflegur tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar um örugga aðkomu flóttafólks. En burtséð frá misnotkun reglugerðarinnar, hafa útlendingalögin fram til þessa haft að geyma heimild handa stjórnvöldum til að meta „sérstakar aðstæður eða sérstök tengsl við landið“, t.a m. aldur, heilsubresti, reynslu af fyrsta viðkomustað og dvöl fjölskyldumeðlima á Íslandi. Þessari heimild hefur einstaka sinnum verið beitt, yfirleitt vegna fréttaflutnings og þrýstings frá almenningi. Mál af þessum toga (e. secondary movement) má nefna verndarmál. Í einfölduðu máli má segja að umrædd verndarmál hætti að vera til samkvæmt íslenskum lögum, sbr. samhliða breytingar á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, þar sem ekki þykir ástæða til að kveða á um atvinnurétttindi verndarmála. Nema hvað að þannig virkar ekki lausnamiðuð stefnumótun. Vandamálið hverfur ekki þó að við lokum augunum fyrir því, eða vörpum ábyrgðinni annað. Því er ítrekað haldið fram að lagabreytingin sé gerð í þeim tilgangi að auka skilvirkni. En það styðst ekki við haldbær rök. Rammi núverandi útlendingalöggjafar veitir yfirdrifnar heimildir til skilvirkni, sbr. t.d. 2. og 3. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 23. gr. útlendingalaga. Það sem þarf til að auka skilvirkni er stærra kerfi, í samræmi við aðstæður í heiminum, en ekki ómannúðlegri lög. Það er mikilvægt að muna að talsverður minnihluti umsókna um alþjóðlega vernd, kemur frá umræddum verndarmálum. Flestar berast frá borgurum „öruggra upprunaríkja“. Ég set hugtakið innan gæsalappa vegna þess að þó undangreind lagabreyting sé sú grimmasta, þá lagði dómsmálaráðherra einnig til kerfi sem lokar fyrir efnismeðferð fólks frá umræddum löndum, með vísan til þess að þau séu ekki átakasvæði. Skiptir þá engu hvort aðrar aðstæður ógni öryggi og velferð hælisleitenda, t.a.m. ofsóknir gegn hinsegin fólki í Austur-Evrópu. Á sú skipan sömuleiðis að auka skilvirkni. En við búum í réttarríki, og sé skilvirkni notað sem réttlæting í framkvæmd mannréttindamála, á það ekki að bitna á borgaranum, heldur vera honum í hag. Tillaga dómsmálaráðherra er ekki einstakt dæmi um illa ígrundaða og mannfjandsamlega útlendingalöggjöf. Hún er hluti af öldu útilokunar og andúðar í garð flóttafólks og hælisleitenda, sem ekki hefur aðeins gert aðstæður þeirra í viðkomulöndum enn skelfilegri (skert aðgengi að grundvallarþörfum og aukið ofbeldi af hálfu fulltrúa lögreglunnar), heldur mun að auki leiða til endursendingar til upprunaríkja, s.s. Sýrlands og Afganistan, en grísk stjórnvöld hafa t.a.m. sett sér að "losa sig við" 10.000 hælisleitendur á þessu ári. Það er löngu kominn sá tími í mannkynssögunni að íslensk stjórnvöld, svo og almenningur, taki afstöðu til málaflokksins. Ætlum við að sýna samstöðu eða andstöðu? Ætlum við að iðka mannúð eða andúð? Ætlum við að vera með eða á móti? Ætlum við sem þjóð að leyfa sitjandi þingmönnum að samþykkja lagabreytinguna í skjóli nætur. Það verður að koma að í ljós. En eitt er víst, það skal ekki gert í mínu nafni. Höfundur er laganemi og aktívisti sem starfað hefur fyrir margvísleg mannréttindasamtök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og útlendingalög Nú nýlega reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að lauma inn siðlausum og grafalvarlegum lagabreytingum á útlendingalögum. Eðlilegt er að hver og einn fái málsmeðferð þar sem tekið er til athugunar hættu frá heimalandi, veikindi, fjölskyldu og barna. 25. maí 2020 19:00 Erlendir nemendur á óvissutímum Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. 14. maí 2020 15:30 „Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Hart var tekist á um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. 11. maí 2020 23:36 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
10. apríl 2020 lagði sitjandi dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um útlendinga, þ.e.a.s. rúmlega viku eftir seinasta daginn til að leggja fram frumvarp á löggjafarþingi starfsársins. Þá hefur verið óskað eftir flýtimeðferð hjá þingnefndum. Frumvarpið var upphaflega sett í samráðsgáttina af Sigríði Á. Andersen, en náði ekki í gegn að ganga, enda háð bæði lagalegum og siðferðilegum annmörkum. Núverandi útgáfa frumvarpsins er í auknu samræmi við athugasemdir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála, en athugasemdir umsagnaraðila á borð við Rauða Kross Íslands, Lögmannsstofuna Rétt ehf. og Flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, virðast ekki hafa hlotið sama vægi. Áhugavert verður að sjá hvernig sérfræðingar munu bregðast við frumvarpinu í þetta sinnið. Útlendingalögin eru í lestri nokkuð sanngjörn, og eðlilegur hluti af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. En þau er nauðsynlegt að skoða með hliðsjón af ósegjanlega umfangsmiklum takmörkunum reglugerðar Evrópusambandsins nr. 604/2013, svonefndri Dyflinnarreglugerð, og þróun hennar. Í Dyflinnarreglugerðinni felst aðallega að umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hingað koma upprunalega frá óöruggum ríkjum, með viðkomu í öðru landi, geta (hér er um heimild að ræða, ekki skyldu eins og oft virðist gengið út frá) verið sendir aftur til fyrsta viðkomulandsins. Sé þessi regla heimfærð á raunaðstæður, og skoðuð í landfræðilegt samhengi, bitnar hún á hópi fólks sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum, eða svæðum þar sem almennir borgarar sæta ofsóknum vegna brotalama í stjórnarfari, t.d. Sýrlandi og Írak. Þessi sami hópur fólks hefur stjarnfræðilega litla möguleika á að flýja beint til Íslands. Af þessum sökum er fyrsti viðkomustaður flóttafólks almennt önnur aðildarríki Schengen-samstarfsins, einkum Grikkland og Ítalía. Yfirvofandi lagabreytingar taka til margra þátta, en sú stærsta, og jafnframt ruglingslegasta, felur í sér afnám áðurgreindrar heimildar til að meta ógn við líf og frelsi hælisleitenda í hverju tilviki fyrir sig. Með e-lið 11. gr. stjórnarfrumvarpsins er felldur burt a-liður 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga, þ.e.a.s. ekki er lengur heimilt samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. að taka verndarmál til efnismeðferðar. Slík afneitun ábyrgðar og ójöfn dreifing á milli Evrópuríkja var ekki upphaflegur tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar um örugga aðkomu flóttafólks. En burtséð frá misnotkun reglugerðarinnar, hafa útlendingalögin fram til þessa haft að geyma heimild handa stjórnvöldum til að meta „sérstakar aðstæður eða sérstök tengsl við landið“, t.a m. aldur, heilsubresti, reynslu af fyrsta viðkomustað og dvöl fjölskyldumeðlima á Íslandi. Þessari heimild hefur einstaka sinnum verið beitt, yfirleitt vegna fréttaflutnings og þrýstings frá almenningi. Mál af þessum toga (e. secondary movement) má nefna verndarmál. Í einfölduðu máli má segja að umrædd verndarmál hætti að vera til samkvæmt íslenskum lögum, sbr. samhliða breytingar á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, þar sem ekki þykir ástæða til að kveða á um atvinnurétttindi verndarmála. Nema hvað að þannig virkar ekki lausnamiðuð stefnumótun. Vandamálið hverfur ekki þó að við lokum augunum fyrir því, eða vörpum ábyrgðinni annað. Því er ítrekað haldið fram að lagabreytingin sé gerð í þeim tilgangi að auka skilvirkni. En það styðst ekki við haldbær rök. Rammi núverandi útlendingalöggjafar veitir yfirdrifnar heimildir til skilvirkni, sbr. t.d. 2. og 3. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 23. gr. útlendingalaga. Það sem þarf til að auka skilvirkni er stærra kerfi, í samræmi við aðstæður í heiminum, en ekki ómannúðlegri lög. Það er mikilvægt að muna að talsverður minnihluti umsókna um alþjóðlega vernd, kemur frá umræddum verndarmálum. Flestar berast frá borgurum „öruggra upprunaríkja“. Ég set hugtakið innan gæsalappa vegna þess að þó undangreind lagabreyting sé sú grimmasta, þá lagði dómsmálaráðherra einnig til kerfi sem lokar fyrir efnismeðferð fólks frá umræddum löndum, með vísan til þess að þau séu ekki átakasvæði. Skiptir þá engu hvort aðrar aðstæður ógni öryggi og velferð hælisleitenda, t.a.m. ofsóknir gegn hinsegin fólki í Austur-Evrópu. Á sú skipan sömuleiðis að auka skilvirkni. En við búum í réttarríki, og sé skilvirkni notað sem réttlæting í framkvæmd mannréttindamála, á það ekki að bitna á borgaranum, heldur vera honum í hag. Tillaga dómsmálaráðherra er ekki einstakt dæmi um illa ígrundaða og mannfjandsamlega útlendingalöggjöf. Hún er hluti af öldu útilokunar og andúðar í garð flóttafólks og hælisleitenda, sem ekki hefur aðeins gert aðstæður þeirra í viðkomulöndum enn skelfilegri (skert aðgengi að grundvallarþörfum og aukið ofbeldi af hálfu fulltrúa lögreglunnar), heldur mun að auki leiða til endursendingar til upprunaríkja, s.s. Sýrlands og Afganistan, en grísk stjórnvöld hafa t.a.m. sett sér að "losa sig við" 10.000 hælisleitendur á þessu ári. Það er löngu kominn sá tími í mannkynssögunni að íslensk stjórnvöld, svo og almenningur, taki afstöðu til málaflokksins. Ætlum við að sýna samstöðu eða andstöðu? Ætlum við að iðka mannúð eða andúð? Ætlum við að vera með eða á móti? Ætlum við sem þjóð að leyfa sitjandi þingmönnum að samþykkja lagabreytinguna í skjóli nætur. Það verður að koma að í ljós. En eitt er víst, það skal ekki gert í mínu nafni. Höfundur er laganemi og aktívisti sem starfað hefur fyrir margvísleg mannréttindasamtök.
Sjálfstæðisflokkurinn og útlendingalög Nú nýlega reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að lauma inn siðlausum og grafalvarlegum lagabreytingum á útlendingalögum. Eðlilegt er að hver og einn fái málsmeðferð þar sem tekið er til athugunar hættu frá heimalandi, veikindi, fjölskyldu og barna. 25. maí 2020 19:00
Erlendir nemendur á óvissutímum Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. 14. maí 2020 15:30
„Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Hart var tekist á um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. 11. maí 2020 23:36
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun