Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:19 Stúdentaráð Háskóla Íslands sendir kröfuna fyrir hönd íslenskra stúdenta. vísir/vilhelm Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax. Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax.
Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48