Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:19 Stúdentaráð Háskóla Íslands sendir kröfuna fyrir hönd íslenskra stúdenta. vísir/vilhelm Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax. Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax.
Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48