Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2020 13:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist meðvitaður um neyðarástand sem komið er upp í nokkrum sveitarfélögum sem flest stóla að mestu leyti eða öllu á ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40
Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25