Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2020 13:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist meðvitaður um neyðarástand sem komið er upp í nokkrum sveitarfélögum sem flest stóla að mestu leyti eða öllu á ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40
Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25