
Lyftingar

Í sjokki eftir tilnefninguna
Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall.

Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu.

Eygló í þyngri flokki en samt best allra
Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð.

Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði
Þetta var mjög góð helgi fyrir íslensku íþróttakonurnar Sóleyju Margréti Jónsdóttur og Eyglóu Fanndal Sturludóttur og helgin þeirra byrjaði líka vel.

„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“
Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni.

„Ég get líklegast trúað þessu núna“
„Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær.

Eygló fjórða á HM
Eygló Fanndal Sturludóttir endaði í fjórða sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem haldið er í Barein.

Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM
Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu.

„Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“
„Stundum átta ég mig ekki alveg á hvað er á bakvið þetta,“ segir Eygló Fanndal Sturludóttir sem setti Norðurlandamet í ólympískum lyftingum um helgina. Hún skrifar söguna í íþróttinni þessa dagana, samhliða læknisnámi.

Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons
Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi.

Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons
Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi.

Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall
Í gær var risastór dagur í sögu íslenskra lyftinga þegar tveir íslenskir keppendur stóðu í fyrsta skipti saman á verðlaunapalli á stórmóti í ólympískum lyftingum.

Neyðarmótið kom Þuríði Erlu inn á EM
CrossFit- og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir tryggði sér farseðilinn á tvö stór lyftingamót á dögunum.

„Ef maður bankar ekki opnar enginn“
Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar.

Bætti tvö heimsmet og vann brons á HM
Kristín Þórhallsdóttir varð í þriðja sæti í hnébeygju á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum.

Norðurlandamethafinn útskrifuð með BS gráðu í læknisfræði
Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var nálægt því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París en rétt missti af farseðlinum eftir spennuþrungna keppni.

Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM
Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr.

Sóley Margrét ætlar að verja Evrópumeistaratitilinn
Ísland á þrjá keppendur á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði sem fer fram í Hamm í Lúxemburg næstu daga.

Okkar kona í skrítinni stöðu vegna Ólympíuleikanna
Ólympíudraumar Eyglóar Fanndal Sturludóttur rættust ekki alveg á dögunum en þeir lifa samt hjá læknanemanum sem er staðráðin að verða fyrsta íslenska lyftingakonan til að keppa á Ólympíuleikunum.

Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“
Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn.

„Ég verð lengi að komast yfir þetta“
Eygló Fanndal Sturludóttir átti mjög flott Evrópumeistaramót í Búlgaríu og var á endanum aðeins einu kílói frá verðlaunasæti.

Eygló einu kílói frá þriðja sæti og setti Norðurlandamet
Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti í -71 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í dag. Hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í snörun.

Sigríður Andersen fór ekki út fyrir þægindarammann
Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, setti persónulegt met í réttstöðulyftu um helgina þegar hún lyfti hundrað kílóum á byrjendamóti Kraftlyftingasambands Íslands.

Jafnaði tvö Norðurlandamet í miðjum prófum í háskólanum
Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega á heimsbikarmótinu í Katar í gær og bætti stöðu sína verulega í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í París næsta sumar.

Vann brons en sá eftir tveimur verðlaunum til léttari keppenda
Kristín Þórhallsdóttir fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum um helgina og hefur þar með unnið gull, silfur og brons í samanlögðu á þessu móti undanfarin þrjú ár.

Kristín vann til bronsverðlauna á EM í klassískum kraftlyftingum
Kristín Þórhallsdóttir, núverandi Evrópumethafi í hnébeygju, hefur lokið keppni á EM í klassískum kraftlyftingum og kemur heim hlaðin verðlaunapeningum og ekki í fyrsta sinn.

Keppir í Katar milli prófa í læknisfræðinni
Það eru engar venjulegir dagar í gangi hjá íslensku lyftingarkonunni Eygló Fanndal Sturludóttur sem er ein af þeim íslensku íþróttamönnum sem dreymir um að vera með á Ólympíuleikunum í París næsta sumar.

Keppir á Evrópumótinu sex mánuðum eftir að hún eignaðist barn
Lucie Stefaniková verður er ein af fjórum keppendum Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 4. til 9. desember í Tartu í Eistlandi.

Sóley Margrét gerði atlögu að HM-gulli í lokatilrauninni
Sóley Margrét Jónsdóttir vann silfurverðlaun í samanlögðu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Druskininkai í Litháen.

Enginn venjulegur miðvikudagur hjá Eygló Fanndal
Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er enn á hraðri uppleið á sínum ferli og það sýndi hún með frábærum bætingum hjá sér í snörun og jafnhöttun í gær.