Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 07:00 Slys á æfingu rétt fyrir EM hefði getað komið í veg fyrir EM-gullið en Eygló Fanndal Sturludóttir sýndi mikinn styrk og kláraði dæmið. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir skrifaði nýjan kafla í lyftingasögu Íslendinga á dögunum þegar hún varð Evrópumeistari fullorðinna í ólympískum lyftingum. Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn