Eygló Fanndal Evrópumeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 14:35 Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á verðlaunapallinum á EM í dag. Skjámynd/RÚV Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. Eygló vann ekki aðeins gull í samanlögðu því hún vann einnig gullverðlaun í jafnhendingu og silfurverðlaun í snörun. Frammistaða Eyglóar var frábær og hún vann mjög sannfærandi sigur á endanum. Eygló setti í leiðinni þrjú Íslandsmet og þrjú Norðurlandamet. Hún lyfti samtals 244 kílóum og fagnaði frábærum og sögulegum sigri. Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlaun á Evrópumóti í fullorðinsflokki. Eygló byrjaði að lyfta 103 kílóum í fyrstu lyftu í snörun sem er þyngsta opnunarlyfta hennar á móti. Lyfta hennar var mjög sannfærandi. Eygló lyfti næst 106 kílóum og gerði það einnig afar glæsilega. Hún hækkaði upp í 109 kíló í lokalyftunni og lyfti henni með sannfærandi hætti. Eygló var því þegar örugg með silfur í snörun og um leið búin að bæta Íslandsmetið um tvö kíló. Zarina Gusalova lyfti hins vegar 110 kílóum og tryggði sér gullið í snörun. Eygló byrjaði á því að lyfta 129 kílóum í fyrstu lyftu í jafnhendingunni og hún var þar með komin upp í efsta sæti í samanlögðu. Í annarri lyfti þá reyndi Eygló við 133 kílóum í jafnhendingu og með því að lyfta því jafnaði hún Íslandsmetið. Þá var pressan á Gusalovu sem reyndi við 134 kíló en tókst ekki að lyfta því. Það þýddi að Eygló var orðin Evrópumeistari þrátt fyrir að eiga eftir síðustu lyftu sína. Eygló lyfti 135 kílóum í síðustu lyftu og bætti með því tvö Íslandsmet, bæði í jafnhendingu en einnig í samanlögðu. Lyftingar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Eygló vann ekki aðeins gull í samanlögðu því hún vann einnig gullverðlaun í jafnhendingu og silfurverðlaun í snörun. Frammistaða Eyglóar var frábær og hún vann mjög sannfærandi sigur á endanum. Eygló setti í leiðinni þrjú Íslandsmet og þrjú Norðurlandamet. Hún lyfti samtals 244 kílóum og fagnaði frábærum og sögulegum sigri. Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlaun á Evrópumóti í fullorðinsflokki. Eygló byrjaði að lyfta 103 kílóum í fyrstu lyftu í snörun sem er þyngsta opnunarlyfta hennar á móti. Lyfta hennar var mjög sannfærandi. Eygló lyfti næst 106 kílóum og gerði það einnig afar glæsilega. Hún hækkaði upp í 109 kíló í lokalyftunni og lyfti henni með sannfærandi hætti. Eygló var því þegar örugg með silfur í snörun og um leið búin að bæta Íslandsmetið um tvö kíló. Zarina Gusalova lyfti hins vegar 110 kílóum og tryggði sér gullið í snörun. Eygló byrjaði á því að lyfta 129 kílóum í fyrstu lyftu í jafnhendingunni og hún var þar með komin upp í efsta sæti í samanlögðu. Í annarri lyfti þá reyndi Eygló við 133 kílóum í jafnhendingu og með því að lyfta því jafnaði hún Íslandsmetið. Þá var pressan á Gusalovu sem reyndi við 134 kíló en tókst ekki að lyfta því. Það þýddi að Eygló var orðin Evrópumeistari þrátt fyrir að eiga eftir síðustu lyftu sína. Eygló lyfti 135 kílóum í síðustu lyftu og bætti með því tvö Íslandsmet, bæði í jafnhendingu en einnig í samanlögðu.
Lyftingar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti