Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 08:02 Eygló er með skýr markmið, sem hún mun vinna að í samvinnu við afreksstjóra ÍSÍ, Véstein Hafsteinsson. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. vísir / ÍSÍ Eygló Fanndal Sturludóttir er komin heim frá Moldóvu með EM gullmedalíu í farteskinu. Framundan hjá henni er heimsmeistaramót og undirbúningsvinna fyrir Ólympíuleikana, þar sem hún ætlar að sækja gullverðlaun, sem Vésteinn Hafsteinsson er viss um að hún geti. Stóðst pressu og væntingar Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum síðastliðinn fimmtudag, fyrst allra Íslendinga. Hún var efst á styrkleikalista keppenda fyrir mótið, sigurstranglegust, og stóð vel undir væntingum. „Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta með hæstu samanlögðu lyfturnar og með þessa pressu á að vinna, verða í fyrsta sæti, því ég vissi að það yrði erfitt. Það er ekkert gefið í þessu og þetta er ótrúlega sterkur flokkur sem ég er að keppa í og margt sem getur gerst. Maður hefði getað hitt á erfiðan dag eða eitthvað ekki gengið upp. Þetta var alls ekki gefið og mér fannst mjög óþægilegt að vera eitthvað að segja það upphátt að ég ætlaði að vinna en ég er mjög glöð núna eftir á að ég hafi náð því. Nú get ég sagt, mjög stolt, að ég hafi náð því“ sagði Eygló í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarviðtalið er neðst í fréttinni. „Ótrúlega dýrmætt“ Eygló fékk gullmedalíuna síðan afhenta frá Hörpu Þorláksdóttur, sem er bæði formaður lyftingasambandsins og móðir hennar. „Það var náttúrulega bara frábært sko. Það er svo gaman að fá að upplifa þetta með henni og ótrúlega gaman að alþjóðalyftingasambandið hafi leyft henni að taka þátt í þessu augnabliki með mér. Það var ótrúlega dýrmætt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Harpa horfir stolt á dóttur sína á verðlaunapallinum. Gregor Winter „Svo voru bara allir heima, pabbi og bræður mínir, amma og afi, öll fjölskyldan heima að horfa saman. Þau komu ekki með í þetta sinn en vonandi koma þau einhvern tímann.“ Móðirin Harpa og dóttirin Eygló hér fyrir miðju. Gregor Winter Ólympíugull í Los Angeles 2028? Ljóst er að Eygló er komin í allra fremsta flokk í sinni íþrótt og mikils er ætlast af henni á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, afrekstjóri ÍSÍ, sagði til dæmis í samtali við ríkisútvarpið að Eygló gæti farið alla leið. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. „Ég hlýði bara Vésteini sko. Ef hann segir það þá bara geri ég það. Við sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum næst. Ég ætla allavega að æfa eins og brjálæðingur og gera mitt allra besta.“ Eygló þyrstir í meira gull. Gregor Winter Meðan Eygló æfir eins og brjálæðingur sinnir hún einnig læknisfræðinámi, þannig að dagarnir eru nokkuð annasamir. „Það gengur mjög vel. Hingað til allavega. Núna eru bara lokaprófin að byrja, fyrsta lokaprófið á föstudaginn. Þannig að ég þarf svolítið bara að fara heim núna að læra“ sagði Eygló brosmild í bragði. Heildarviðtalið við Eygló má finna hér fyrir neðan þar sem farið er yfir fleira en í fréttinni að ofan. Meðal annars breytingar á þyngdarflokkunum og heimsmeistaramótið sem hún fer á í haust. Klippa: Viðtal við Evrópumeistarann Eygló Lyftingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sjá meira
Stóðst pressu og væntingar Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum síðastliðinn fimmtudag, fyrst allra Íslendinga. Hún var efst á styrkleikalista keppenda fyrir mótið, sigurstranglegust, og stóð vel undir væntingum. „Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta með hæstu samanlögðu lyfturnar og með þessa pressu á að vinna, verða í fyrsta sæti, því ég vissi að það yrði erfitt. Það er ekkert gefið í þessu og þetta er ótrúlega sterkur flokkur sem ég er að keppa í og margt sem getur gerst. Maður hefði getað hitt á erfiðan dag eða eitthvað ekki gengið upp. Þetta var alls ekki gefið og mér fannst mjög óþægilegt að vera eitthvað að segja það upphátt að ég ætlaði að vinna en ég er mjög glöð núna eftir á að ég hafi náð því. Nú get ég sagt, mjög stolt, að ég hafi náð því“ sagði Eygló í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarviðtalið er neðst í fréttinni. „Ótrúlega dýrmætt“ Eygló fékk gullmedalíuna síðan afhenta frá Hörpu Þorláksdóttur, sem er bæði formaður lyftingasambandsins og móðir hennar. „Það var náttúrulega bara frábært sko. Það er svo gaman að fá að upplifa þetta með henni og ótrúlega gaman að alþjóðalyftingasambandið hafi leyft henni að taka þátt í þessu augnabliki með mér. Það var ótrúlega dýrmætt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Harpa horfir stolt á dóttur sína á verðlaunapallinum. Gregor Winter „Svo voru bara allir heima, pabbi og bræður mínir, amma og afi, öll fjölskyldan heima að horfa saman. Þau komu ekki með í þetta sinn en vonandi koma þau einhvern tímann.“ Móðirin Harpa og dóttirin Eygló hér fyrir miðju. Gregor Winter Ólympíugull í Los Angeles 2028? Ljóst er að Eygló er komin í allra fremsta flokk í sinni íþrótt og mikils er ætlast af henni á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, afrekstjóri ÍSÍ, sagði til dæmis í samtali við ríkisútvarpið að Eygló gæti farið alla leið. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. „Ég hlýði bara Vésteini sko. Ef hann segir það þá bara geri ég það. Við sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum næst. Ég ætla allavega að æfa eins og brjálæðingur og gera mitt allra besta.“ Eygló þyrstir í meira gull. Gregor Winter Meðan Eygló æfir eins og brjálæðingur sinnir hún einnig læknisfræðinámi, þannig að dagarnir eru nokkuð annasamir. „Það gengur mjög vel. Hingað til allavega. Núna eru bara lokaprófin að byrja, fyrsta lokaprófið á föstudaginn. Þannig að ég þarf svolítið bara að fara heim núna að læra“ sagði Eygló brosmild í bragði. Heildarviðtalið við Eygló má finna hér fyrir neðan þar sem farið er yfir fleira en í fréttinni að ofan. Meðal annars breytingar á þyngdarflokkunum og heimsmeistaramótið sem hún fer á í haust. Klippa: Viðtal við Evrópumeistarann Eygló
Lyftingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sjá meira
Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00