Í sjokki eftir tilnefninguna Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2025 09:30 Eygló Fanndal Sturludóttir er í hörkustandi og klár í komandi Evrópumót. Vísir/Ívar Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall. Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Lyftingar Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni.
Lyftingar Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira