Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Eygló Fanndal Sturludóttir vann sögulegan Evrópumeistaratitil í vor en árið hefur ekki endað vel hjá henni. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir stendur frammi fyrir nýrri áskorun og krefjandi kringumstæðum sem munu án efa gera Evrópumeistaranum erfitt fyrir að halda sér í hópi þeirra bestu í sinni grein. Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira