Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:29 Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson hafa bæði unnið tvo heimsmeistaratitla á nokkrum dögum. @kraftlyftingasamband_islands Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson urðu í dag bæði heimsmeistarar öldunga í kraftlyftingum með búnaði á heimsmeistaramótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Elsa setti líka heimsmet. Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands) Lyftingar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands)
Lyftingar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti