Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:29 Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson hafa bæði unnið tvo heimsmeistaratitla á nokkrum dögum. @kraftlyftingasamband_islands Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson urðu í dag bæði heimsmeistarar öldunga í kraftlyftingum með búnaði á heimsmeistaramótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Elsa setti líka heimsmet. Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands) Lyftingar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands)
Lyftingar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira