Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2025 10:11 Ræktin reyndist Núma gífurlegt bjargráð, og hjálpaði honum að færa fókusinn frá stöðugu verkjaástandi sem hafði verið að hrjá hann eftir heilablæðinguna. Samsett Líf Valdimars Núma Hjaltasonar tók stakkaskiptum árið 2019. Þá fékk hann alvarlega heilablæðingu sem leiddi til þess að hann endaði í hjólastól. Eftir langt endurhæfingarferli fann hann sinn tilgang – og nýja hillu í lífinu – í gegnum kraftlyftingar. Valdimar Númi, eða Númi eins og hann er alltaf kallaður, er núna tvöfaldur Íslandsmeistari í bekkpressu fatlaðra og stefnir ótrauður á titilinn Sterkasti fatlaði maður heims. Byrjaði með hjartsláttartruflunum Áður en Númi endaði í hjólastól var hann líkamlega hraustur og vel á sig kominn. Hann starfaði sem sjómaður og lifði ósköp hefðbundnu lífi með sambýliskonu sinni í Reykjavík. En síðan breyttist allt – nánar tiltekið um sumarið árið 2019. Í nokkra mánuði á undan hafði Númi fundið fyrir hjartsláttartruflunum. Læknir sem hann leitaði til taldi að um kvíðakast væri að ræða; skrifaði upp á kvíðalyf og ráðlagði Núma að skipta um vinnu- sem hann gerði og fékk þá pláss á frystitogara. „Síðan gerðist þetta, um kvöldið þann 13.júlí þetta sumar. Ég var að fá mér bjór og grilla heima þegar byrjaði að finna fyrir miklum höfuðverk, sem síðan ágerðist um morguninn, og þá endaði ég á bráðamóttökunni.“ Eftir langa bið kom í ljós að Númi hafði fengið heilablæðingu sem leiddi niður í mænugöng. Hann fór á Grensás í átta mánuði. Þremur aðgerðum síðar endaði hann síðan í hjólastól, í febrúar 2021. Upplifði sig strax velkominn Af skiljanlegum ástæðum voru það mikil viðbrigði fyrir fullhraustan sjómann á besta aldri að vera skyndilega kippt úr úr lífinu með þessum hætti. „Það er ekki fyrr en eftir á, þegar maður er kominn með smá fjarlægð á hlutina að maður lítur til baka og furðar sig á því hvernig maður fór að þessu, að lifa þetta af,“ segir Númi en fyrir utan áfallið að missa heilsuna og glíma við stanslausa verki þurfti hann að standa í gífurlegu basli við að leita réttinda sinna. Ég hef tekið eftir því að eitt af því sem skortir þegar kemur að þeim sem enda í hjólastól á efri árum, það er þessi stuðningur við andlegu hliðina. Andlega hliðin hrynur algjörlega þegar þú lendir í þessum aðstæðum, og það er ekkert sem grípur mann. Í mínu tilfelli var það þannig að ég einangraðist gífurlega á sínum tíma; veikindin leiddu meðal annars til sambandsslita, enda tekur það eðilega mjög mikið á samband þegar annar aðilinn er í stanslausum sársauka allan sólarhringinn.“ Þegar Númi hafði náð þeim áfanga að komast í ágætis húsnæði gafst honum loksins tími til að byrja að byggja sig upp að nýju. Og þá kom líkamsræktin inn í myndina. Það var fyrir þremur árum. „Bróðir minn, sem hefur verið mín stoð og stytta í gegnum tíðina, var að æfa í Jakabóli hjá honum Magnúsi Ver. Það var fyrir tilstilli hans og annarra að ég byrjaði að æfa og þeir hjálpuðu mér að taka í lóðin. Ég sá að það var allskonar menn að æfa þarna í Jakabóli og maður upplifði sig velkominn. En ég bjó líka að því að hafa verið í líkamlega erfiðri vinnu áður, sem sjómaður, þannig að ég var með ágætis grunn.“ Númi hefur verið að byggja líf upp hægt og rólega undanfarin þrjú ár.Aðsend Ræktin reyndist Núma gífurlegt bjargráð, og hjálpaði að færa fókusinn frá stöðugu verkjaástandi sem hafði verið að hrjá hann eftir heilablæðinguna. „Eftir því sem styrkurinn varð meiri og sjálfstraustið jókst þá fæddist hjá mér þessi hugmynd um að byrja að keppa. Ég fór að horfa á keppnir með öðrum augum en áður og byrjaði að geta séð fyrir mér að ég ætti nú alveg ágætis séns í hina kraftakallanna þarna. Ég setti mér síðan það markmið alveg í byrjun að fá titil.“ Fyrsti sigur Núma var á lyftingamóti fatlaðara hjá ÍFR. Þar var hann eini keppandinn í sínum þyngdarflokki og fór heim með titilinn Íslandsmeistaðri fatlaðra í bekkpressu. Hann náði þeim titli síðan aftur í apríl á þessu ári. „En ég hefði aldrei afrekað þetta ef ekki hefði verið fyrir stuðninginn frá Magnúsi Ver í Jakabóli, og öllu því frábæra fólki sem er í kringum hann, sem eru góðir vinir mínir líka. Þetta er lítið og öflugt samfélag sem stendur við bakið á manni.“ Númi kemur fyrir í nýrri þáttaröð af Með okkar eigin augum, sem verður sýnd á RÚV í haust.Aðsend Stefnir hátt Fyrr á þessu ári tók Númi þá ákvörðun að byrja feril sem keppandi í aflraunum fatlaðra – og setti sér það markmið að taka þátt í kepninni Sterkasti fatlaði maður heims. Í maí síðastliðnum fékk hann síðan óvænt boð um að koma til Texas og keppa í Strongman keppninni þar. Þangað stefnir hann, en keppnin mun fara fram í nóvember næstkomandi. Í dag er Númi líka orðinn aðstoðarþjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra. „Ef það eru einhverjir þarna úti sem vilja koma og prófa að æfa, alveg sama hvernig ástandi þeir eru í, að ekki hika við að hafa samband við okkur. Það eru allir velkomnir.“ Númi hefur sett markið hátt.Aðsend Þáttaka í keppnum erlendis er ekki ókeypis. Þess vegna þarf Númi að safna. Í maí síðastliðnum birti hann færslu á facebook þar sem hann greindi frá markmiðum sínum. „Ég er það heppinn að eiga góða vini sem hjálpa mér við þjálfun og annað slíkt en það er allt annað þegar þjálfun fyrir keppnir og að reyna fyrir sér í útlöndum,“ ritar Númi meðal annars í færslunni. Hann skartar núna tveimur titlum og það er aldrei að vita nema að hann muni einn daginn verða Sterkasti fatlaði maður heims. „Ég vil nú vera hógvær en það væri svo sannarlega ekkert leiðinlegt að geta státað þeim titli. En ætli maður bíði ekki og sjái hvort keppnin um Sterkasta fatlaða manns Íslands verði endurvakin? Það er kanski ágætt að fókusera á Ísland í bili!“ Málefni fatlaðs fólks Lyftingar Helgarviðtal Kraftlyftingar Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Byrjaði með hjartsláttartruflunum Áður en Númi endaði í hjólastól var hann líkamlega hraustur og vel á sig kominn. Hann starfaði sem sjómaður og lifði ósköp hefðbundnu lífi með sambýliskonu sinni í Reykjavík. En síðan breyttist allt – nánar tiltekið um sumarið árið 2019. Í nokkra mánuði á undan hafði Númi fundið fyrir hjartsláttartruflunum. Læknir sem hann leitaði til taldi að um kvíðakast væri að ræða; skrifaði upp á kvíðalyf og ráðlagði Núma að skipta um vinnu- sem hann gerði og fékk þá pláss á frystitogara. „Síðan gerðist þetta, um kvöldið þann 13.júlí þetta sumar. Ég var að fá mér bjór og grilla heima þegar byrjaði að finna fyrir miklum höfuðverk, sem síðan ágerðist um morguninn, og þá endaði ég á bráðamóttökunni.“ Eftir langa bið kom í ljós að Númi hafði fengið heilablæðingu sem leiddi niður í mænugöng. Hann fór á Grensás í átta mánuði. Þremur aðgerðum síðar endaði hann síðan í hjólastól, í febrúar 2021. Upplifði sig strax velkominn Af skiljanlegum ástæðum voru það mikil viðbrigði fyrir fullhraustan sjómann á besta aldri að vera skyndilega kippt úr úr lífinu með þessum hætti. „Það er ekki fyrr en eftir á, þegar maður er kominn með smá fjarlægð á hlutina að maður lítur til baka og furðar sig á því hvernig maður fór að þessu, að lifa þetta af,“ segir Númi en fyrir utan áfallið að missa heilsuna og glíma við stanslausa verki þurfti hann að standa í gífurlegu basli við að leita réttinda sinna. Ég hef tekið eftir því að eitt af því sem skortir þegar kemur að þeim sem enda í hjólastól á efri árum, það er þessi stuðningur við andlegu hliðina. Andlega hliðin hrynur algjörlega þegar þú lendir í þessum aðstæðum, og það er ekkert sem grípur mann. Í mínu tilfelli var það þannig að ég einangraðist gífurlega á sínum tíma; veikindin leiddu meðal annars til sambandsslita, enda tekur það eðilega mjög mikið á samband þegar annar aðilinn er í stanslausum sársauka allan sólarhringinn.“ Þegar Númi hafði náð þeim áfanga að komast í ágætis húsnæði gafst honum loksins tími til að byrja að byggja sig upp að nýju. Og þá kom líkamsræktin inn í myndina. Það var fyrir þremur árum. „Bróðir minn, sem hefur verið mín stoð og stytta í gegnum tíðina, var að æfa í Jakabóli hjá honum Magnúsi Ver. Það var fyrir tilstilli hans og annarra að ég byrjaði að æfa og þeir hjálpuðu mér að taka í lóðin. Ég sá að það var allskonar menn að æfa þarna í Jakabóli og maður upplifði sig velkominn. En ég bjó líka að því að hafa verið í líkamlega erfiðri vinnu áður, sem sjómaður, þannig að ég var með ágætis grunn.“ Númi hefur verið að byggja líf upp hægt og rólega undanfarin þrjú ár.Aðsend Ræktin reyndist Núma gífurlegt bjargráð, og hjálpaði að færa fókusinn frá stöðugu verkjaástandi sem hafði verið að hrjá hann eftir heilablæðinguna. „Eftir því sem styrkurinn varð meiri og sjálfstraustið jókst þá fæddist hjá mér þessi hugmynd um að byrja að keppa. Ég fór að horfa á keppnir með öðrum augum en áður og byrjaði að geta séð fyrir mér að ég ætti nú alveg ágætis séns í hina kraftakallanna þarna. Ég setti mér síðan það markmið alveg í byrjun að fá titil.“ Fyrsti sigur Núma var á lyftingamóti fatlaðara hjá ÍFR. Þar var hann eini keppandinn í sínum þyngdarflokki og fór heim með titilinn Íslandsmeistaðri fatlaðra í bekkpressu. Hann náði þeim titli síðan aftur í apríl á þessu ári. „En ég hefði aldrei afrekað þetta ef ekki hefði verið fyrir stuðninginn frá Magnúsi Ver í Jakabóli, og öllu því frábæra fólki sem er í kringum hann, sem eru góðir vinir mínir líka. Þetta er lítið og öflugt samfélag sem stendur við bakið á manni.“ Númi kemur fyrir í nýrri þáttaröð af Með okkar eigin augum, sem verður sýnd á RÚV í haust.Aðsend Stefnir hátt Fyrr á þessu ári tók Númi þá ákvörðun að byrja feril sem keppandi í aflraunum fatlaðra – og setti sér það markmið að taka þátt í kepninni Sterkasti fatlaði maður heims. Í maí síðastliðnum fékk hann síðan óvænt boð um að koma til Texas og keppa í Strongman keppninni þar. Þangað stefnir hann, en keppnin mun fara fram í nóvember næstkomandi. Í dag er Númi líka orðinn aðstoðarþjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra. „Ef það eru einhverjir þarna úti sem vilja koma og prófa að æfa, alveg sama hvernig ástandi þeir eru í, að ekki hika við að hafa samband við okkur. Það eru allir velkomnir.“ Númi hefur sett markið hátt.Aðsend Þáttaka í keppnum erlendis er ekki ókeypis. Þess vegna þarf Númi að safna. Í maí síðastliðnum birti hann færslu á facebook þar sem hann greindi frá markmiðum sínum. „Ég er það heppinn að eiga góða vini sem hjálpa mér við þjálfun og annað slíkt en það er allt annað þegar þjálfun fyrir keppnir og að reyna fyrir sér í útlöndum,“ ritar Númi meðal annars í færslunni. Hann skartar núna tveimur titlum og það er aldrei að vita nema að hann muni einn daginn verða Sterkasti fatlaði maður heims. „Ég vil nú vera hógvær en það væri svo sannarlega ekkert leiðinlegt að geta státað þeim titli. En ætli maður bíði ekki og sjái hvort keppnin um Sterkasta fatlaða manns Íslands verði endurvakin? Það er kanski ágætt að fókusera á Ísland í bili!“
Málefni fatlaðs fólks Lyftingar Helgarviðtal Kraftlyftingar Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp