Menningarnótt Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. Lífið 24.8.2025 14:00 Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Innlent 24.8.2025 13:12 „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Innlent 24.8.2025 07:39 Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru. Innlent 24.8.2025 00:10 Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu. Lífið 23.8.2025 23:59 Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Innlent 23.8.2025 23:51 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. Lífið 23.8.2025 15:54 Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Innlent 23.8.2025 11:15 Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Innlent 22.8.2025 16:49 Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Innlent 22.8.2025 14:01 Rigning og rok í methlaupi Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Innlent 22.8.2025 13:15 „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina, einu ári eftir að árásin átti sér stað. Innlent 21.8.2025 21:22 Svona verður dagskráin á Menningarnótt Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði. Lífið 21.8.2025 12:08 „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru. Innlent 20.8.2025 20:32 Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15 Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Innlent 20.8.2025 10:18 Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fara fram í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið. Dagskráin er skipuð glæsilegu tónlistarfólki. Lífið samstarf 20.8.2025 09:21 Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. Innlent 18.8.2025 13:38 Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmy á Menningarnótt. Lífið 15.8.2025 12:03 Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár. Lífið 13.8.2025 07:01 Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum. Lífið 7.8.2025 12:28 Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Innlent 19.12.2024 16:31 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10.9.2024 14:53 Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Innlent 31.8.2024 12:57 Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Innlent 29.8.2024 20:01 Einlægt augnablik GDRN og Flóna Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Lífið 27.8.2024 15:01 Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. Innlent 27.8.2024 14:32 Stjörnulífið: Maraþon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. Lífið 26.8.2024 09:18 Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 7 ›
Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. Lífið 24.8.2025 14:00
Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Innlent 24.8.2025 13:12
„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Innlent 24.8.2025 07:39
Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru. Innlent 24.8.2025 00:10
Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu. Lífið 23.8.2025 23:59
Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Innlent 23.8.2025 23:51
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. Lífið 23.8.2025 15:54
Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Innlent 23.8.2025 11:15
Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Innlent 22.8.2025 16:49
Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Innlent 22.8.2025 14:01
Rigning og rok í methlaupi Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Innlent 22.8.2025 13:15
„Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina, einu ári eftir að árásin átti sér stað. Innlent 21.8.2025 21:22
Svona verður dagskráin á Menningarnótt Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði. Lífið 21.8.2025 12:08
„Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru. Innlent 20.8.2025 20:32
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15
Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Innlent 20.8.2025 10:18
Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fara fram í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið. Dagskráin er skipuð glæsilegu tónlistarfólki. Lífið samstarf 20.8.2025 09:21
Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. Innlent 18.8.2025 13:38
Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmy á Menningarnótt. Lífið 15.8.2025 12:03
Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár. Lífið 13.8.2025 07:01
Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum. Lífið 7.8.2025 12:28
Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Innlent 19.12.2024 16:31
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10.9.2024 14:53
Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Innlent 31.8.2024 12:57
Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Innlent 29.8.2024 20:01
Einlægt augnablik GDRN og Flóna Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Lífið 27.8.2024 15:01
Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. Innlent 27.8.2024 14:32
Stjörnulífið: Maraþon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. Lífið 26.8.2024 09:18
Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent