„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 07:39 Það var mikið um að vera í miðborginni í gær vegna Menningarnætur. Vísir/Viktor Freyr Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira