Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 16:31 Menningarnótt hefur verið fastur liður í borginni frá árinu 1996. vísir/vilhelm Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Breytingarnar eru sagðar vera gerðar meðal annars með hliðsjón af öryggi íbúa og gesta. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum „starfshóps um endurskoðun á skipulagi Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons“ sem voru samþykktar. Menningarnótt er afmælishátíð borgarinnar og hefur verið haldin frá árinu 1996. Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið haldið frá árinu 1984 og hefur vacið ár frá ári. Til marks um það er tala þátttakenda, þeir voru 214 árið 1984 en 14.646 í ár. Endamark maraþonsins hefur hingað til verið á Lækjargötu, en nú er lagt til að það verði fært á Geirsgötu.vísir/vilhelm Fyrrnefndum starfshóp var ætlað að greina vinnu brogarinnar í tengslum við viðburðarhaldið og greina kosti og gala. Hópurinn lagði til eftirfarandi tillögur til breytinga: Að hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins verði breytt. Endamarkið verði fært frá Lækjargötu yfir í Geirsgötu til að auðvelda flæði fólks um Lækjargötu og takmarka umferð þungavinnuvéla sem fylgja frágangi hlaupsins. Að skemmtiskokk verði fært úr Þingholtunum í Gamla vesturbæinn til að létta á flóknum götulokunum í Þingholtunum, þar sem einnig eru götulokanir vegna Menningarnæturdagskrár, og auka öryggi almennings og lágmarka óþægindi íbúa í tengslum við aðgengi. Að dagskrá Menningarnætur ljúki formlega klukkustund fyrr en áður. Tónleikar við Arnarhól skuli ljúka með flugeldasýningu kl. 22.00 í stað 23.00. Að í aðdraganda hátíðarhaldanna verði farið í herferð þar sem forvarnaskilaboðum verður komið vel á framfæri. Að lagt verði til aukið fjármagn til gæslu og í kynningar sem lið í forvarnarstarfi. „Í framhaldi er lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að skoða framtíðarfyrirkomulag viðburða í miðborg Reykjavíkur með tilliti til öryggismála, Borgarlínu og annarra skipulagsmála. Lagðar verða skýrar línur um hvernig viðburðahald fer fram í miðborginni, hvernig hægt er viðhalda áhugaverðu menningarlífi í borginni en á sama tíma gæti fyllsta öryggis íbúa og framtíðarsýn mótuð,“ segir í lok tilkynningar. Menningarnótt Reykjavík Tónleikar á Íslandi Reykjavíkurmaraþon Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Breytingarnar eru sagðar vera gerðar meðal annars með hliðsjón af öryggi íbúa og gesta. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum „starfshóps um endurskoðun á skipulagi Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons“ sem voru samþykktar. Menningarnótt er afmælishátíð borgarinnar og hefur verið haldin frá árinu 1996. Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið haldið frá árinu 1984 og hefur vacið ár frá ári. Til marks um það er tala þátttakenda, þeir voru 214 árið 1984 en 14.646 í ár. Endamark maraþonsins hefur hingað til verið á Lækjargötu, en nú er lagt til að það verði fært á Geirsgötu.vísir/vilhelm Fyrrnefndum starfshóp var ætlað að greina vinnu brogarinnar í tengslum við viðburðarhaldið og greina kosti og gala. Hópurinn lagði til eftirfarandi tillögur til breytinga: Að hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins verði breytt. Endamarkið verði fært frá Lækjargötu yfir í Geirsgötu til að auðvelda flæði fólks um Lækjargötu og takmarka umferð þungavinnuvéla sem fylgja frágangi hlaupsins. Að skemmtiskokk verði fært úr Þingholtunum í Gamla vesturbæinn til að létta á flóknum götulokunum í Þingholtunum, þar sem einnig eru götulokanir vegna Menningarnæturdagskrár, og auka öryggi almennings og lágmarka óþægindi íbúa í tengslum við aðgengi. Að dagskrá Menningarnætur ljúki formlega klukkustund fyrr en áður. Tónleikar við Arnarhól skuli ljúka með flugeldasýningu kl. 22.00 í stað 23.00. Að í aðdraganda hátíðarhaldanna verði farið í herferð þar sem forvarnaskilaboðum verður komið vel á framfæri. Að lagt verði til aukið fjármagn til gæslu og í kynningar sem lið í forvarnarstarfi. „Í framhaldi er lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að skoða framtíðarfyrirkomulag viðburða í miðborg Reykjavíkur með tilliti til öryggismála, Borgarlínu og annarra skipulagsmála. Lagðar verða skýrar línur um hvernig viðburðahald fer fram í miðborginni, hvernig hægt er viðhalda áhugaverðu menningarlífi í borginni en á sama tíma gæti fyllsta öryggis íbúa og framtíðarsýn mótuð,“ segir í lok tilkynningar.
Menningarnótt Reykjavík Tónleikar á Íslandi Reykjavíkurmaraþon Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent