Lífið samstarf

Stjörnum prýdd dag­skrá Bylgjunnar í Hljóm­skála­garðinum

Bylgjan
Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar hefjast klukan 19 í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið.
Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar hefjast klukan 19 í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið.

Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fara fram í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið. Dagskráin er skipuð glæsilegu tónlistarfólki. 

Á svið stíga Klara Einars, Skítamórall, GDRN, Júlí og Dísa, Herra Hnetusmjör, VÆB og Ný Dönsk. 

Fyrir svanga menningarnæturgesti verða matarvagnar kvöldsins staðsettir í Hljómskálagarðinum og þá verða einnig hoppukastalar á svæðinu svo yngri gestir fá sitt fjör líka. 

Bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi skipa hljómsveitina Væb en þeir munu koma fram á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar.Hulda Margrét

Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar hafa fest sig í sessi á Menningarnótt allt frá árinu 2010 og eru orðinn fastur liður í sumardagskrá borgarbúa. Tónleikarnir í ár eru í samstarfi Bylgjunnar og Coca Cola og hefjast klukkan 19.

Björn Jörundur mun stíga á stokk ásamt félögum sínum í Ný dönsk.Viktor Freyr
GDRN er meðal þeirra listamanna sem tekur lagið á Menningarnótt í Hljómskálagarðinum.Viktor Freyr

Hér má sjá myndir frá tónleikunum á síðasta ári í Hljómskálagarðinum.

Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.