Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2024 14:32 Frá vettvangi í Skúlagötu á laugardagskvöldið. Vísir Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á líkamsárásinni alvarlegu. Þrjú orðið fyrir hnífsstungu „Hún er umfangsmikil og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp,“ segir í tilkynningu. Lögregla hafi snemma haft nokkuð skýra sýn af atburðarásinni á vettvangi og fljótlega handtekið sextán ára pilt í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með með hnífi. Þau særðu, tvær stúlkur og einn piltur, eru öll á svipuðu reki og árásarmaðurinn. Lögregla við störf á Skúlagötu.Vísir „Hann er íslenskur og báðar stúlkurnar sömuleiðis, en pilturinn sem varð fyrir árásinni er af erlendu bergi brotinn. Önnur stúlknanna slasaðist mjög alvarlega og er enn í lífshættu.“ Fréttastofa ræddi í gær við föður palestínsks pilts sem hlaut stungusár í árásinni. Sá óttaðist um líf sonar síns. Fjöldi vitna að árásinni Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau þrjú sem urðu fyrir hnífsstungum komin inn í bíl í Skúlagötu þegar hinn grunaða bar að garði. Braut hann rúðu í bílnum og lagði til þriggja í bílnum. Fjölmenni var í miðborginni þegar árásin átti sér stað enda flugeldasýningu Menningarnætur nýlokið. Lögregla og sjúkrabílar voru fljót á staðinn en mikið fjölmenni var í miðborginni vegna flugeldasýningarinnar.Vísir „Margir voru því í nálægð við vettvanginn þegar lögreglu og sjúkralið bar að og ber fjöldi þeirra sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku vitni um það. Í rannsóknum lögreglu er reynt að varpa ljósi á alla þætti máls, m.a. um frekari aðdraganda atvika og hugsanleg tengsl málsaðila. Það er hefðbundið verklag og á við um þetta mál sem önnur, en ekki er tímabært að upplýsa nánar um málsatvik.“ Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á líkamsárásinni alvarlegu. Þrjú orðið fyrir hnífsstungu „Hún er umfangsmikil og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp,“ segir í tilkynningu. Lögregla hafi snemma haft nokkuð skýra sýn af atburðarásinni á vettvangi og fljótlega handtekið sextán ára pilt í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með með hnífi. Þau særðu, tvær stúlkur og einn piltur, eru öll á svipuðu reki og árásarmaðurinn. Lögregla við störf á Skúlagötu.Vísir „Hann er íslenskur og báðar stúlkurnar sömuleiðis, en pilturinn sem varð fyrir árásinni er af erlendu bergi brotinn. Önnur stúlknanna slasaðist mjög alvarlega og er enn í lífshættu.“ Fréttastofa ræddi í gær við föður palestínsks pilts sem hlaut stungusár í árásinni. Sá óttaðist um líf sonar síns. Fjöldi vitna að árásinni Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau þrjú sem urðu fyrir hnífsstungum komin inn í bíl í Skúlagötu þegar hinn grunaða bar að garði. Braut hann rúðu í bílnum og lagði til þriggja í bílnum. Fjölmenni var í miðborginni þegar árásin átti sér stað enda flugeldasýningu Menningarnætur nýlokið. Lögregla og sjúkrabílar voru fljót á staðinn en mikið fjölmenni var í miðborginni vegna flugeldasýningarinnar.Vísir „Margir voru því í nálægð við vettvanginn þegar lögreglu og sjúkralið bar að og ber fjöldi þeirra sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku vitni um það. Í rannsóknum lögreglu er reynt að varpa ljósi á alla þætti máls, m.a. um frekari aðdraganda atvika og hugsanleg tengsl málsaðila. Það er hefðbundið verklag og á við um þetta mál sem önnur, en ekki er tímabært að upplýsa nánar um málsatvik.“ Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira