„Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. ágúst 2025 21:22 Mæðgurnar Iðunn Eiríksdóttir og Bryndís Klara Birgisdóttir Iðunn Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina, einu ári eftir að árásin átti sér stað. „Þetta hefur verið hræðilegasta ár okkar lífs. Áhrifin sem þetta hefur haft eru náttúrulega skelfileg. Manni finnst þetta enn þá svo óraunverulegt. Þetta hefur haft hræðileg áhrif á líf okkar, að missa barnið okkar. Maður á aldrei eftir að jafna sig, aldrei í lífinu. Við tökum einn dag í einu og reynum að láta gott af okkur leiða,“ segir Iðunn í samtali við fréttastofu. „Þetta er allt ógeðslega erfitt fyrir okkur, þó að við séum að gera eins og með minningarsjóðinn þá er söknuðurinn og sorgin óendanleg.“ Enginn annar eigi að þurfa að ganga í gegnum þetta Flugeldasýning menningarnætur verður tileinkuð Bryndísi Klöru þetta árið, og verður mínútu þögn áður en hún hefst á Arnarhóli. „Mér finnst fallegt að heiðra minningu hennar með mínútu þögn. Því þetta eru jú sömu aðstæður, þetta gerðist á Menningarnótt í fyrra. Mér fyndist rosalega skrýtið að það ætti einhvern veginn að gleyma því sem gerðist fyrir ári. Auðvitað viljum við ekki að neinn annar þurfi að ganga í gegnum það sem við og hún gengum í gegnum.“ Fleiri breytingar hafa verið kynntar. Hátíðinni mun ljúka klukkutíma fyrr, eða klukkan tíu að kvöldi. Þá verður lögregla með meiri viðbúnað. Markmiðið mun vera að gera Menningarnótt að meiri fjölskylduhátíð. „Mér finnst alveg að Reykjavíkurborg hefði getað gengið lengra. Mér finnst svona hátíðir ekkert þurfa að vera til tíu á kvöldin,“ segir Iðunn sem telur að það hefði verið betri lending að ljúka hátíðinni klukkan átta. „Mér hefði alveg fundist mega að ganga lengra í þessu, bara upp á öryggi allra barna. Við vitum alveg að eftir því sem fólk er lengur er meiri drykkja og það sem fylgir því. Við erum þakklát fyrir það sem þau gera, minnast hennar og eru með aukna öryggisgæslu, en mér hefði fundist góð hugmynd að ljúka dagskránni enn fyrr.“ Þakklát öllum þeim sem hlaupa Iðunn og fjölskyldan ætlar ekki að vera í bænum meðan Menningarnótt stendur yfir. Hún segist ekki treysta sér til þess. Hún ætlar hins vegar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Faðir Bryndísar og systir hennar ætla líka að gera það, og margir aðrir. „Þarna verðum við foreldrarnir, systir hennar, ofboðslega margir í fjölskyldunni, vinir, kunningjar, og bara fullt af fólki sem ætlar að hlaupa fyrir hana sem við þekkjum ekki einu sinni.“ Iðunn segir að söfnunin hafi gengið mjög vel og að markmiðið sé að geta unnið að stofnun Bryndsíarhlíðar, miðstöðvar fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún finnur fyrir miklu þakklæti í garð þeirra sem ætla að hlaupa til þess að styðja við sjóðinn. Búin undir erfitt hlaup „Allir dagar hjá okkur hafa verið rosalega erfiðir, en nú þegar líða fór á Menningarnótt hefur margfaldast þessi kvíði ofan í sorgina,“ segir Iðunn sem er búin undir að hlaupið á laugardagsmorgun verði erfitt. „Ég er viðbúin því að þetta verði erfitt. Það er nú bara þannig,“ segir Iðunn. „Maður er alveg búin undir það að kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig. Maður bara reynir að klára þessa tíu kílómetra hvernig sem það verður.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. 30. apríl 2025 19:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
„Þetta hefur verið hræðilegasta ár okkar lífs. Áhrifin sem þetta hefur haft eru náttúrulega skelfileg. Manni finnst þetta enn þá svo óraunverulegt. Þetta hefur haft hræðileg áhrif á líf okkar, að missa barnið okkar. Maður á aldrei eftir að jafna sig, aldrei í lífinu. Við tökum einn dag í einu og reynum að láta gott af okkur leiða,“ segir Iðunn í samtali við fréttastofu. „Þetta er allt ógeðslega erfitt fyrir okkur, þó að við séum að gera eins og með minningarsjóðinn þá er söknuðurinn og sorgin óendanleg.“ Enginn annar eigi að þurfa að ganga í gegnum þetta Flugeldasýning menningarnætur verður tileinkuð Bryndísi Klöru þetta árið, og verður mínútu þögn áður en hún hefst á Arnarhóli. „Mér finnst fallegt að heiðra minningu hennar með mínútu þögn. Því þetta eru jú sömu aðstæður, þetta gerðist á Menningarnótt í fyrra. Mér fyndist rosalega skrýtið að það ætti einhvern veginn að gleyma því sem gerðist fyrir ári. Auðvitað viljum við ekki að neinn annar þurfi að ganga í gegnum það sem við og hún gengum í gegnum.“ Fleiri breytingar hafa verið kynntar. Hátíðinni mun ljúka klukkutíma fyrr, eða klukkan tíu að kvöldi. Þá verður lögregla með meiri viðbúnað. Markmiðið mun vera að gera Menningarnótt að meiri fjölskylduhátíð. „Mér finnst alveg að Reykjavíkurborg hefði getað gengið lengra. Mér finnst svona hátíðir ekkert þurfa að vera til tíu á kvöldin,“ segir Iðunn sem telur að það hefði verið betri lending að ljúka hátíðinni klukkan átta. „Mér hefði alveg fundist mega að ganga lengra í þessu, bara upp á öryggi allra barna. Við vitum alveg að eftir því sem fólk er lengur er meiri drykkja og það sem fylgir því. Við erum þakklát fyrir það sem þau gera, minnast hennar og eru með aukna öryggisgæslu, en mér hefði fundist góð hugmynd að ljúka dagskránni enn fyrr.“ Þakklát öllum þeim sem hlaupa Iðunn og fjölskyldan ætlar ekki að vera í bænum meðan Menningarnótt stendur yfir. Hún segist ekki treysta sér til þess. Hún ætlar hins vegar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Faðir Bryndísar og systir hennar ætla líka að gera það, og margir aðrir. „Þarna verðum við foreldrarnir, systir hennar, ofboðslega margir í fjölskyldunni, vinir, kunningjar, og bara fullt af fólki sem ætlar að hlaupa fyrir hana sem við þekkjum ekki einu sinni.“ Iðunn segir að söfnunin hafi gengið mjög vel og að markmiðið sé að geta unnið að stofnun Bryndsíarhlíðar, miðstöðvar fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún finnur fyrir miklu þakklæti í garð þeirra sem ætla að hlaupa til þess að styðja við sjóðinn. Búin undir erfitt hlaup „Allir dagar hjá okkur hafa verið rosalega erfiðir, en nú þegar líða fór á Menningarnótt hefur margfaldast þessi kvíði ofan í sorgina,“ segir Iðunn sem er búin undir að hlaupið á laugardagsmorgun verði erfitt. „Ég er viðbúin því að þetta verði erfitt. Það er nú bara þannig,“ segir Iðunn. „Maður er alveg búin undir það að kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig. Maður bara reynir að klára þessa tíu kílómetra hvernig sem það verður.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. 30. apríl 2025 19:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. 30. apríl 2025 19:02