„Það er æfing á morgun“ Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. Íslenski boltinn 22.8.2025 22:20
„Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Vestri vann 0-1 sigur gegn Val í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu félagsins. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins og sagði að þetta hafi verið hans flottasta mark á ferlinum. Íslenski boltinn 22.8.2025 22:00
Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingar. Íslenski boltinn 22.8.2025 21:54
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn 22.8.2025 18:02
Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn 20.8.2025 06:31
Fáar spilað leik á þessum velli „Mér líður rosalega vel og þetta er eitthvað sem við erum búnar að vera bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn,“ segir Arna Eiríksdóttir fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag. Íslenski boltinn 16. ágúst 2025 12:00
Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 13:31
Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 11:01
Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Risaleikur fer fram á Ísafirði á laugardaginn kemur þegar Vestri og Fram spila um sæti í bikarúrslitaleiknum í ár. Íslenski boltinn 9. júlí 2025 16:33
„Þetta er svekkjandi“ Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tapið í kvöld. Valsmenn voru töluvert betri þegar líða fór á leikinn og áttu Stjörnumenn fá svör við leik heimamanna. Fótbolti 1. júlí 2025 22:34
„Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ „Mér fannst við spila vel, við byrjuðum ekki vel en við náðum að koma okkur inn í leikinn. Eftir 20 mínútur vorum við betra liðið á vellinum og ég er ánægður með frammistöðuna okkar í dag.“ Fótbolti 1. júlí 2025 22:31
„Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2025 22:18
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Valur tók á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Hlíðarenda. Bæði lið duttu út í undanúrslitum í fyrra og voru því bæði lið að vonast til þess að komast einu skrefi lengra í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2025 18:45
Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 11:32
„Þetta var leikur smáatriða“ Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. Íslenski boltinn 19. júní 2025 23:05
Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins | Vestri fékk heimaleik Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í kvöld, í beinni útsendingu hjá RÚV eftir leik Aftureldingar og Fram. Sport 19. júní 2025 22:45
Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Fram varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Leikurinn fór fram á Malbikstöðinni að Varmá og sigruðu gestirnir 1-0. Íslenski boltinn 19. júní 2025 22:00
Skalli Hólmars kemur Val í undanúrslit ÍBV fékk Val í heimsókn í dag, þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Sport 19. júní 2025 19:21
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Stjarnan lagði Keflavík að velli 4-2 þegar liðin áttust við í feykilega fjörugum leik í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn 18. júní 2025 21:46
Vestramenn áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla hófst í dag á Ísafirði þar sem Vestri tók á móti Þór. Vestri vann leikinn 2-0 og eru því komnir áfram í undanúrslit en Þórsarar eru úr leik. Sport 18. júní 2025 19:25
„Mætum einu besta liði landsins“ Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 18. júní 2025 13:32
Þróttur mætir bikarmeisturunum Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3. Íslenski boltinn 16. maí 2025 12:33
„Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í kvöld þegar þeir lögðu Breiðablik af velli 1-2 á Kópavogsvelli. Daði Berg Jónsson skoraði sigurmark Vestra og lagði að auki upp fyrra markið. Sport 15. maí 2025 22:02
Bikarævintýri Fram heldur áfram Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik. Íslenski boltinn 15. maí 2025 20:02
Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Íslenski boltinn 14. maí 2025 22:56
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. Íslenski boltinn 14. maí 2025 20:07