Mjólkurbikar karla

Mjólkurbikar karla

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.

Fréttamynd

„Það er æfing á morgun“

Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fáar spilað leik á þessum velli

„Mér líður rosalega vel og þetta er eitthvað sem við erum búnar að vera bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn,“ segir Arna Eiríksdóttir fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri í úr­slit í fyrsta skipti

Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er svekkjandi“

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tapið í kvöld. Valsmenn voru töluvert betri þegar líða fór á leikinn og áttu Stjörnumenn fá svör við leik heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var leikur smá­at­riða“

Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mætum einu besta liði landsins“

Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur mætir bikarmeisturunum

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég hafði góða til­finningu fyrir þessum leik“

Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í kvöld þegar þeir lögðu Breiðablik af velli 1-2 á Kópavogsvelli. Daði Berg Jónsson skoraði sigurmark Vestra og lagði að auki upp fyrra markið.

Sport
Fréttamynd

Bikarævintýri Fram heldur á­fram

Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik.

Íslenski boltinn