„Þetta var leikur smáatriða“ Hinrik Wöhler skrifar 19. júní 2025 23:05 Þjálfarar Aftureldingar, Enes Cogic og Magnús Már Einarsson, ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. „Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum. Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum.
Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira