Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 11:01 Rúnar Kristinsson hefur mátt brosa yfir gengi Framara undanfarið. Hann er spenntur fyrir undanúrslitaleik dagsins. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi. Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
„Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi.
Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira