„Það er æfing á morgun“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2025 22:20 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var strax kominn með hugann við næsta leik gegn Víkingi Vísir/Ernir Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. „Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum. Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum.
Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira