„Það er æfing á morgun“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2025 22:20 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var strax kominn með hugann við næsta leik gegn Víkingi Vísir/Ernir Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. „Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum. Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum.
Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira