„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Hólmar Örn spilar sinn fyrsta úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. sýn sport skjáskot „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59