Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2025 09:01 Mjólkurbaðaður fyrirliði Vestra, Elmar Atli Garðarsson, lyftir bikarnum. vísir/ernir Vestri varð í gær bikarmeistari karla í fótbolta í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 1-0, á Laugardalsvelli. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á 24. mínútu. Eldri bróðir hans hjá Val, Patrick, fór meiddur af velli í seinni hálfleik. Síðar kom í ljós að hann sleit hásin. Vestri hefur klifið metorðastigann undanfarin ár. Haustið 2023 vann liðið sér sæti í Bestu deildinni og hélt sér þar í fyrra. Í sumar hefur svo gengið vel hjá Vestramönnum. Þeir eru í 5. sæti Bestu deildarinnar og eru nú bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Sigurinn í gær þýðir líka að Vestri leikur í Evrópukeppni í fyrsta sinn á næsta tímabili. Ernir Eyjólfsson var á Laugardalsvellinum í gær og myndaði leikinn fyrir Vísi. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessari sögulegu stund Vestra. Leikmenn Vestra brýna sig fyrir leik.vísir/ernir Ísfirðingar fagna glæsimarki Jeppe Pedersen.vísir/ernir Gunnar Jónas Hauksson átti góðan leik.vísir/ernir Gustav Kjeldsen, Guy Smit og Eiður Aron Sigurbjörnsson héldu sóknarmönnum Vals í skefjum.vísir/ernir Atgangur upp við mark Vestra.vísir/ernir Smit ver skalla Albins Skoglund meistaralega.vísir/ernir Ágúst Eðvald Hlynsson í baráttu við Bjarna Mark Antonsson.vísir/ernir Vladimir Tufegdzic kominn einn gegn Frederick Schram, markverði Vals.vísir/ernir Varnarveggur býður upp á skemmtileg svipbrigði.vísir/ernir Stuðningsmenn Vestra ærðust af fögnuði þegar lokaflautið gall.vísir/ernir Bikarinn hafinn á loft.vísir/ernir Vestri er fyrsta liðið síðan Fram 1979 til að vinna Val í bikarúrslitaleik karla.vísir/ernir Ágúst og Tufegdzic voru óþreytandi í framlínu Vestra í kvöld og fögnuðu vel í leikslok.vísir/ernir Fatai Gbadamosi hefur verið einn besti leikmaður Vestra í sumar.vísir/ernir Davíð Smári Lamude hefur náð eftirtektarverðum árangri síðan hann tók við Vestra fyrir tímabilið 2023.vísir/ernir Mjólkurbikar karla Vestri Valur Tengdar fréttir „Það er æfing á morgun“ Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. 22. ágúst 2025 22:20 „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Vestri vann 0-1 sigur gegn Val í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu félagsins. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins og sagði að þetta hafi verið hans flottasta mark á ferlinum. 22. ágúst 2025 22:00 Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingar. 22. ágúst 2025 21:54 „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. 22. ágúst 2025 21:38 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á 24. mínútu. Eldri bróðir hans hjá Val, Patrick, fór meiddur af velli í seinni hálfleik. Síðar kom í ljós að hann sleit hásin. Vestri hefur klifið metorðastigann undanfarin ár. Haustið 2023 vann liðið sér sæti í Bestu deildinni og hélt sér þar í fyrra. Í sumar hefur svo gengið vel hjá Vestramönnum. Þeir eru í 5. sæti Bestu deildarinnar og eru nú bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Sigurinn í gær þýðir líka að Vestri leikur í Evrópukeppni í fyrsta sinn á næsta tímabili. Ernir Eyjólfsson var á Laugardalsvellinum í gær og myndaði leikinn fyrir Vísi. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessari sögulegu stund Vestra. Leikmenn Vestra brýna sig fyrir leik.vísir/ernir Ísfirðingar fagna glæsimarki Jeppe Pedersen.vísir/ernir Gunnar Jónas Hauksson átti góðan leik.vísir/ernir Gustav Kjeldsen, Guy Smit og Eiður Aron Sigurbjörnsson héldu sóknarmönnum Vals í skefjum.vísir/ernir Atgangur upp við mark Vestra.vísir/ernir Smit ver skalla Albins Skoglund meistaralega.vísir/ernir Ágúst Eðvald Hlynsson í baráttu við Bjarna Mark Antonsson.vísir/ernir Vladimir Tufegdzic kominn einn gegn Frederick Schram, markverði Vals.vísir/ernir Varnarveggur býður upp á skemmtileg svipbrigði.vísir/ernir Stuðningsmenn Vestra ærðust af fögnuði þegar lokaflautið gall.vísir/ernir Bikarinn hafinn á loft.vísir/ernir Vestri er fyrsta liðið síðan Fram 1979 til að vinna Val í bikarúrslitaleik karla.vísir/ernir Ágúst og Tufegdzic voru óþreytandi í framlínu Vestra í kvöld og fögnuðu vel í leikslok.vísir/ernir Fatai Gbadamosi hefur verið einn besti leikmaður Vestra í sumar.vísir/ernir Davíð Smári Lamude hefur náð eftirtektarverðum árangri síðan hann tók við Vestra fyrir tímabilið 2023.vísir/ernir
Mjólkurbikar karla Vestri Valur Tengdar fréttir „Það er æfing á morgun“ Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. 22. ágúst 2025 22:20 „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Vestri vann 0-1 sigur gegn Val í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu félagsins. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins og sagði að þetta hafi verið hans flottasta mark á ferlinum. 22. ágúst 2025 22:00 Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingar. 22. ágúst 2025 21:54 „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. 22. ágúst 2025 21:38 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
„Það er æfing á morgun“ Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. 22. ágúst 2025 22:20
„Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Vestri vann 0-1 sigur gegn Val í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu félagsins. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins og sagði að þetta hafi verið hans flottasta mark á ferlinum. 22. ágúst 2025 22:00
Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingar. 22. ágúst 2025 21:54
„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. 22. ágúst 2025 21:38