Rangárþing ytra

Fréttamynd

Álftir éta og éta upp kornakra bænda

Álftir eru verulegt vandamál þegar kornrækt er annars vegar því fuglarnir éta upp heilu hektarana frá bændum á örskotsstund. Kornbóndi á Suðurlandi segir að þó að þær séu reknar upp af ökrunum koma þær jafn harðan aftur, það verði að fækka fuglinum en í dag eru álftir friðaðar.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárrækt er lífsstíll

Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð.

Innlent
Fréttamynd

Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times

Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka.

Lífið
Fréttamynd

Notuðu hesta­mennsku sem yfirvarp fyrir kanna­bis­ræktun

Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli.

Innlent
Fréttamynd

Engin vind­mylla eftir í Þykkva­bæ

Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra

Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fólki heim til sín að tína hamp

Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira.

Innlent
Fréttamynd

Ytri Rangá ennþá á toppnum

Í nýjum vikulegum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga  bera Rangárnar höfuð og herðar yfir næst ár á listanum en Ytri Rangá er þó ennþá hæst.

Veiði
Fréttamynd

Fín veiði í Veiðivötnum

Veiðin í Veiðivötnum er búin að vera fín í sumar og flest það veiðifólk sem fer upp eftir er að koma heim vel hlaðið af fallegum silung.

Veiði
Fréttamynd

Siggi Sig sigur­vegari og Lands­móti lokið

Fjöldi gesta af Lansdsmóti hestamanna hélt heim á leið í gærkvöldi eftir glæsileg tilþrif í A-flokki gæðinga þar sem Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson fóru með sigur af hólmi. 

Sport
Fréttamynd

Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað

Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar.

Sport